Alheimsmeistari
Af einskærri hógværð kölluðu Vestfirðingar mót sitt í Víkingaskák alheimsmeistaramót og krýndu sína meistara alheimsmeistara, sem sýnir hversu Vestfirðingar geta verið hégómlegir og stórkallalegir, þegar sá gállinn er á þeim. (Ég er nú reyndar sjálfur 1/4 Vestfirðingur, af Hornströndum, einum harðbýlasta bóli Íslandssögunnar) En nú höfum við sunnanmenn rekið okkar eigin Víkingaskákklúbb og höfum krýnt okkar eigin meistara undanfarin ár. Mér sýnist að Vestfirðingar hafi ekki haldið mótið um hríð þannig að ég hlýt að gera tilkall til heimsmeistaratitilsins. Reyndar virðast þeir hafa auglýst mót fyrir árin 2004 og 2005, en ég hef ekkert fundið um úrslit þeirra móta. Reyndar ætla ég að árétta þá skoðun mína að Sveinn Ingi og ég sjálfur eru einu sönnu heimsmeistararnir í greininni og ef einhverjir vilja halda öðru fram er hægt að skora á okkur á næsta móti. Til hamingju Master. Loksins fannst þú þér sport sem enginn stundar og krýnir sjálfan þig heimsmeistara! Eða eins og sumir andstæðingar okkar segja. Víkingaskák er fyrir skúnka sem náðu engum árangri í skák og þurftu að búa til eithvað afbrigði af "skák" til að vinna til verðlauna.
Alheimsmeistarar frá upphafi:
1999: Skúli Þórðarson
2000: Hrafn Jökulsson
2000: Dóra Hlín Gísladóttir (kvennaflokki)
2001: Halldór Bjarkason
2002: Orri Hjaltason
2003: Gylfi Ólafsson
2002-4: Sveinn Ingi Sveinsson
2005: Gunnar Fr. Rúnarsson
Alheimsmeistarar frá upphafi:
1999: Skúli Þórðarson
2000: Hrafn Jökulsson
2000: Dóra Hlín Gísladóttir (kvennaflokki)
2001: Halldór Bjarkason
2002: Orri Hjaltason
2003: Gylfi Ólafsson
2002-4: Sveinn Ingi Sveinsson
2005: Gunnar Fr. Rúnarsson
2 Comments:
Er ekki nóg fyrir þig að vera bara þessi flotti:FLENGMASTER?
Nei, það er víst sveitamaður frá Hauganesi búinn að "stela" því nafni. Vonandi stendur hann undir nafni.
Post a Comment
<< Home