"Íþróttamaður" ársins
Í kvöld verður þetta ömurlega val íþróttafréttamanna um íþróttamann ársins. Í heil tuttugu ár hafa þessir íþróttafréttamenn gengið fram hjá kraftamönnum okkar, m.a Magnúsi Ver, fjórum sinnum sterkasta manni heims. Auðuns Jónsonar fyrir hans frábæru afrek og Benedikts Magnússonar fyrir hans afrek, sem er ekki þarf að fjölyrða meira um. Samt ganga þessir íþróttafréttamenn fram hjá þeim ár eftir ár. Þeir eru meira að segja búnir að gleyma hver sé ástæðan fyrir þessu einelti. Ég heyrði í Valtý Birni í hádeginu í hans góða þætti, en hann tekur víst þátt í kjörinu í kvöld. Hann vissi ekki ástæðuna, en hélt þó fram að kraftlyftingamenn væru í ÍSÍ, en hann ætti reyndar að vita að svo er ekki. Ætli handboltamaðurinn Guðjón Valur taki þetta ekki? Eða verður það bara Eiður Smári í annað sinn í röð. Eins og menn vita þá er handboltinn jafn vinsæll á heimsvísu og indverst rottuhlaup, eða í 200 sæti á heimsvísu. Samt varð Guðjón Valur víst Evrópumeistari félagsliða með liði sínu. Frábær handboltamaður, en Eiður stundar íþrótt sem er miklu mun vinsælli og er alheimsíþrótt. En Íslendingar sjálfir vita hver er bestur, því þeir kusu Jón Pál vinsælasta íþróttamann Íslandssögunnar. Hann er sá besti. Ég vona að ég eigi eftir að sýna barnabörnum mínum "videoupptökur" af afrekum Jóns Páls á síðustu öld. Videoupptökur? Eða í hvaða formi verða gögnin okkar eftir c.a 30 ár. Ég ætla allavegana að halda uppá þessar vídeospólur með John Paul.
3 Comments:
Quisiera poder entender tu idioma, pero no puedo, estare buscando en el diccionario.
Gracias por leerme, debes ser brillante.
Si, me gustaria aprender mas. Claro, mi idioma esta bastante dificil
Svo má auðvitað ekki gleym árangri Guðna Sigurjónss, Jóns Gunnars og allra hinna kraftakarlana sem kom heim af stórmóti með gull, silfur og bronz
Post a Comment
<< Home