Gleðilega hátíð!
Ha, Gleðilega hátíð? Ertu orðinn eitthvað ruglaður Gunz? Jólunum lauk í gærkvöldi á þrettándanum. Fórst þú ekki að horfa á bestu hljómsveit Íslands Pops í tilefni af lokum jólahátíðar. Nei núna er nefnilega að hefjast rússneskt jólahald, því að kvöldi þrettándans ganga jólin í garð hjá réttrúnaðarkirkjunni, sem er sterkasta kirkjudeildin í Rússlandi, Úkraínu, Búlgaríu, Serbíu og Grikklandi og víðar. Þannig að í mínum huga eru jólin mánaðargleði, en ekki tveggja vikna. Ég er nú frekar mikill áhugamaður um rússneska menningu, þannig að ég er hættur við að taka niður jólaskrautið, læt það standa í tvær vikur í viðbót. Reyndar var jólaskrautið á mínu heimili, einungis agnarpínulítið gerfi jólatré og einn álfur. Annars eru þessi seinni jól samkvæmt júlíanska tímabilinu. Við vesturlandbúar notumst hins vegar við það gregoríanska.
Gleðileg Jól, enn og aftur!
Hristos Razdajetsja
Gleðileg Jól, enn og aftur!
Hristos Razdajetsja
2 Comments:
JÁ, ÞETTA ER GLETTILEG DAMA!
Reyndar er ég ekki alveg viss um þetta með jólinn utan Rússland. Reyndar voru heimildir mínar Fréttablaðið og Rússa Haukur. Hins vegar segir Sigurður Ingason sem stundar nám í Búlgaríu að jólin í Sofíu hafi verið "vestræn". En auðvitað eru margar kirkjudeildir í gömlu austantjaldsríkjununm, en orþodoxkirkjan er sennilega sú stærsta. Ég er samt sjálfur ákveðinn í að lengja jólastemminguna. Eða eins og segir í söngtextanum. : "já ég vildi að alla daga væru jól" osf
Post a Comment
<< Home