Saturday, January 21, 2006

Góðir gestir

Rétt fyrir áramót var ég kynntur fyrir stórmerkilegum mönnum, þeim Kim og Jing, en þeir eru hérna staddir sem nemar á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Þeir koma frá Norður Kóreu, en það land er einmitt eitt af mínum uppáhaldslöndum, en ég hafði samt aldrei hitt neinn frá því landi. Félagi okkar Jón Árni Halldórsson alþjóðlegur bréfskákmeistari, er háttsettur meðlimur í vinafélagi Norður Kóreu og Íslands. Hann er að sjálfsögðu fyrir löngu búinn að skrá mig í félagið. Þeir Kim og Jing eru að sjálfsögðu frábærir fulltrúar síns lands, en því miður hafa fjölmiðlar á vesturlöndum dregið upp kolranga mynd af heimalandi þeirra. Jón Árni hefur tvisvar sinnum komið til Norður Kóreu og hann veit manna best að þar er gott að vera og þeir fáu ferðamenn sem þangað koma njóta góðrar gestrisni. Norður Kórea er einungis um 46.500 ferkílometrar og þar búa rúmlega 22 milljónir manna. Það er margt merkilegt að sjá í Norður Kóreu, þeir státa meðal annars af stærsta íþróttaleikvangi heims (Rungnado May First Stadium), sem tekur tæplega tvöhundruð þúsund áhorfendur. Þetta vita ekki margir. Annað sem er merkilegt að einkabílar eru ekki margir, sem er mjög þægilegt í stórborgum. Höfuðborgin heitir Pyongyang og þar búa um 3.222 þúsund manns. Þangað langar mig mikið að koma. Stefnt er að hópferð til Pyongyang undir öruggri fararstjórn Jóns Árna árið 2007.
Myndir
Þeir stærstu
Rungnado

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já,þetta er fríður hópur Master!
Narfi er orðinn eins og Gísli Súrsson var...
Norður-Kórea er það ekki eitt af öxulveldum hins illa samkvæmt guði heimsins Mr.Bush?
Þú ert bjartsýnn að ætla þangað 2007..þarftu ekki að sjá fyrir stórri fjölskyldu í mjög náinni framtíð?
Svo erum við fyrst að fara til Noregs í nóvember á þessu ári í 6-7 daga..
Ertu hættur að skrifa um páver á síðuna?
-----------
Kveðja!
Sir Cat

5:33 AM  
Blogger Gunz said...

Ég er hvort eð er vanur að fara í 3 góðar ferðir á hverju ári. Deng er jú hluthafi í Fl Group. Jú maður verðu að kíkja á HM og stærstu sveitaborg heims. Maðurinn með skeggið er ekki Narfi, heldur vinnufélagi minn Ágúst Örn Gíslason skákmeistari og spurningagúrú, sem er að keppa í Meistaranum hjá stöð 2. Hópferðin verður seint á árinu 2007. Skráning hér!

5:54 AM  
Blogger Gunz said...

Talið frá vinstri, Sigurður Ingason, MBA nemi í Búlgaríu, Kim kennari í Pyongying, Jón Árni Halldórsson formaður Koreuvina, Ágúst Örn guðfræðinemi og geðtæknir og Jing framhaldskólakennari.

6:07 AM  
Anonymous Anonymous said...

Good dispatch and this enter helped me alot in my college assignement. Gratefulness you seeking your information.

11:30 PM  

Post a Comment

<< Home