Sunday, February 12, 2006

Umhverfis jörðina á 5 dögum

Ég bið vini og vandamenn til sjávar og sveita afsökunar, en ég þurfti aðeins að bregða mér i sumarhúsið í sveitinni hinum megin á hnettinum, en gat því miður ekki látið ykkur vita. Þessi ferð var engin gleðimolaferð, heldur öllu jarðbundnari, því heilsu föður Deng hafði hrakað skyndilega og dætur hans þrjár sem búa í Evrópu vildu vera hjá honum. Sem betur fer var tæknilega mögulegt að komast þangað með stuttum fyrirvara og án mikils tilkostnaðar ef maður er starfsmaður hjá FL. Eftir stutta umhugsun ákvað ég að fylgja henni, ef ég gæti orðið að einhverju liði, auk þess sem vandræði "standby" miðana svokölluðu gera það að verkum að hún vildi ekki heldur ferðast ein umhverfis hnöttinn og m.a vegna hættu á því að verða strandaglópur á leiðinni, til dæmis í Köben. Þegar farið er með svona stuttum fyrirvara skapast oft mikil vandamál, m.a vegna vinnu, skóla og fjármála osf, og voru m.a aukavaktir sem ég taldi mig hafa afboðað síðustu helgi, en einhver miskilningur átti sér stað, með smá leiðindum. Svo þurfti ég nauðsynlega að fá frí fjóra daga, en meira gat "fríið" því miður ekki orðið og ég varð auðvitað að snúa heim, en Deng ætlar að vera austurfrá um einhverja daga eða vikur. Enginn veit sína æfi fyrr en öll hún er, en maður vonar autvitað það besta. Hins vegar er sama rómantíkin þarna austur frá og ég hitti gamlan vin, risaeðlu eina sem heldur til í húsum þar um slóðir. Þetta er stærri gerðin, á stærð við kött, en þær eru c.a 2-3 í húsum, en minni gerðin skiptir hundruðum. Því miður náði ég ekki að mynda mig við hliðina á flikkinu, því "dýrið" skaust bak við skáp. Thailendingar ferðast mikið um á skellinöðrum, oft 3-6 á sama hjóli. Skelfislegt að sjá, en þykir ekki tiltökumál þar um slóðir. Oft má sjá heila fjölskyldu á sama hjólinu auk kornabarna.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home