Saturday, January 21, 2006

Bekkpressa

Íslandsmótið í bekkpressu verður haldið eftir tæplega viku. Í fyrra var mótið nokkuð sterkt og þegar maður sá ógnarþyngdirnar sem menn tóku í Valsheimilinu, þá varð manni endanlega ljóst að 200 kg múrinn var ekki lengur neinn múr. Flestir tóku þessir molar vel yfir 250 kg og það hvarlaði að manni að venjulegur skúnkur gæti ekki lengur látið sjá sig á Íslandsmóti, fyrir minna en 200 kg. Þó eru til menn sem mæta á mót, sem ekki einu sinni lyfta gay-þyngdinni. Það er bara stór spurning hvort 200 kg sé ekki orðin hin eiginlega gay þyngd, en gay þyngdin telst vera sú þyngd (í Stevegym) sem menn verða að lyfta til að komast á Stevegymlistann. Ég skil ekki ennþá hvers vegna ég skráði mig á mótið. Jafnvel bæting á laugardaginn mun varla skila þeirri frumstæðu gleði, sem um mann hríslast þegar maður hefur rofið múra bætinga og eigin máttleysis. Í gær tók ég næstum all-time bætingu á bekk, þegar ég þeytti upp 185 kg, en tók einhverntíman 187,5 kg í einhverjum æfingabekk (En á best 180 kg á móti). Kannski sætti ég mig þá "niðulægingu" að taka "bara" 190 kg á mótinu. Allavegana er áhuginn kominn aftur og gamall bekkpressufílingur hefur tekið sig upp. Nú er útbúnaðurinn (bekkpressuslopparnir) orðinn það góður að útbrunninn skör eins og ég eru farnir að hugsa um "múrinn" aftur. Múrinn sem einu sinni leit út fyrir að vera ókleifur, er nú bara orðinn milliáfangi. Stefnan hjá mér er tekin á 220 kg í vor. Fór í sloppaleigu félaga míns Svavars Smárasonar (Hlölla), en hann er að starta bráðnauðsynlegri starfsemi, fyrir þá sem vilja prófa bekkpressu í besta mögulega útbúnaði. Því sem við köllum framtíðarsloppa. María Guðsteinsdóttir úr Stevegym benti mér á að ég hefði gott af því að taka mótið og líta á það sem góða æfingu og ekki myndi saka að bæta sig í leiðinni. Nokkrir Stevegym menn eru skráðir til leiks og spurning er hvort þeir skili sér allir á mótstað. Stefán "Spjóti", Bjarki býsep og nokkrir aðrir munu koma sterkir til leiks. Í fyrra var Viðar Eysteinsson með smá uppákomu, þegar hann fékkst ekki til að keppa í löglegum útbúnaði. Engin treysti sér til að taka manninn út af sviðinu, en hann fékk allar lyfturnar dæmdar ógildar. Hann mætir til leiks í ár, vonandi reynslunni ríkari.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Djöfull er Veiðihnífurinn flottur þarna í þessum fræga galla!

11:39 AM  

Post a Comment

<< Home