Saturday, January 28, 2006

Féll úr!

Ég náði að falla úr keppni á Íslandsmótinu í bekkpressu í dag, með allar lyftur ógildar, þs tvær lyftur ólöglegar og sú þriðja var of þung. Reyndi tvisvar sinnum við 182.5, en gleymdi að stoppa niðri með þyngdina. Þá fór ég bara í 190 kg í í yfirfíling í þriðju, en sú lyfta var sennilega sú skársta, tæknilega séð. Með stoppi (held ég), en ég náði ekki að klára hana alveg. Það gengur bara betur næst. Annars voru sett flott met á mótinu, m.a Ísleifur (90 kg flokki), Svavar Hlölli (100 kg) og Skaga Kobbi (110 kg). Allt frábærir bekkpressarar og var metið hjá Hlöllanum ánægjulegt, því þetta er örugglega fyrsta metið hans í greininni. Veit hvað ég geri betur næst
1. Æfa betur
2. Taka fleirri æfingar í slopp
3. Kaupa slopp sem passar
4. Muna eftir stoppinu
5. Vera í ANDA
Annars riðu Stevegym menn ekki feitum hesti frá mótinu, en þeir Spjóti og Sigurjón Miðnæturdeddari hafa oft gert betur, en fengu þó brons í sínum flokki. Sama er hægt að segja um Bjarka Ólafss, sem er mjög vel byggður í bekkinn, en þarf betri aðstoð og útbúnað á næsta móti.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það er enginn heimsendir Master þótt þetta hafi farið svona.
Þetta eru fínar undirbúningsreglur sem þú ert að spá í næst og ef þú ferð eftir þeim fara bætingarnar örugglega upp og gamlir múrar brotna...
---------------
Magister

6:32 AM  

Post a Comment

<< Home