Tuesday, February 21, 2006

Stóll heimsmeistarans

Loksins fékk "alheimsmeistarinn" í Víkingaskák að setjast í stól Fischers, en það gerði ég nú um daginn, þegar sjálfur Boris Spassky tefldi við Friðrik Ólafsson. Í miðjum klíðum kom svo ábúðarmikill starfsmaður Landsbankans og ætlaði að siga lögregluna á mig fyrir athæfið. Ég var einungis sjö ára þegar einvígi aldarinnar fór fram í Reykjavík. Ég hafði beðið afa minn og frænda um að fá að koma með í höllina, en að sjálfsögðu urðu þeir ekki við þeirri bón. Það var mjög skiljanlegt, því smákrakkar voru ekki vinsælir á skákviðburðum á þeim tíma.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

dream on babe

10:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ertu alveg að skíta á þig í blogginu?..bloggar ekki nema á margra daga fresti..þett hefur nú verið nokkuð vinsælt blogg hingað til en helst það ekki nema að þú nennir að bulla eitthvað áfram

2:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvar ertu Herra Flerngmaster?

12:17 PM  

Post a Comment

<< Home