Monday, March 20, 2006

Sit ég hér

Sit ég hér á kaffihúsi
einn um miðdagsönn
kátir glaðir krakkar
leika sér að kút
kaffi og te er staðurinn
og þangað liggur straumurinn

Ég er að reyna að finna út úr þessum tæknimálum. Til þess að breyta um lit þarf ég sennilega að velja annað form, en þó get ég breytt um lit á sjálfum hausnum á blogginu. Einnig hef ég ekki ennþá komið myndvinnsluforritinu í gagnið enda bíða margar skemmtilegar myndir birtingar. En þó er aðalmálið þessa dagana ýmsar bréfaskriftir og reikningsmál, skatturinn bíður og ýmislegt annað, já og ekki má gleyma að skila bókasafnsbókunum, því nú hefur glæpafyrirtækið Intrum náð samningum við bókasafnið. Gott mál að vissu leiti. Ætla að drífa mig i að skila þessum tveim bókum sem ég er með í láni, því ég vil ekki aftur verða fastakúnni hjá Intrumeins og í denn.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já,Flengmaster sæll þú þarft að skila þessum bókum fyrr en seinna..
Annars á ég bók sem ég get lánað þér ótímabundið og heitir hún:BÓKASAFNSLÖGGAN eftir Stephen King og fjallar um mann sem skilar illa af sér bókum frá bókasafninu... og var einnig þannig í æsku...
-------------------
Bókakveðja! Sir Cat

8:54 AM  

Post a Comment

<< Home