Monday, July 21, 2008

21. júlí

Bekkpressa 125 kg 3x3 (+vinnusett)
þröngur bekkur 100 kg 8 reps
fluga 15 kg 3x8
axlir með dumbell 25 kg 3x8
englaæfing 3x8

Trysep og bysep síðan pumpaður vel að vanda. Aukaæfingar út í rauðann dauðann. Óþarfi að skrifa það allt niður, en nauðsynlegt að æfa alla vöðva eins og við lærðum í skóla Harðar Magg. Bekkpressan var tekin með lappir uppi. Það ætla ég að gera nokkrar vikur, eftir fyrirmælum frá sjálfum dr. Ringó. Síðar getur maður farið að auka spennuna. Er mjög bjartsýnn á að taka 180 kg á kjötinu í vetur. Það gerir 210 kg í framhaldslífi (slopp).

Fínt að æfa snemma á daginn, jafnvel þótt maður hafi verið á næturvakt kvöldið áður. Hins vegar er ekki alltaf auðvelt að vakna við djúpa Bassarödd úr barka Brúnó. Brúnó og Smári æfingafélagi hans æfa eins berserkir. Brúnó tók í 210 kg á kjetinu í dag. Það er auðvitað hrikalegt eftir nokkra vikna æfingar. Sverri er líka að verða helmassaður tekur vel af vaxtarræktaræfingum til að styrkja sig í bekknum. Sir-MagisterCat og Flósi Gull eru líka duglegir að mæta. Magisterinn vonast til að detta í dedd-form, enda bjart framundan hjá Metal-sambandinu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home