Sunday, July 20, 2008

20. júlí

Um helgina voru vöðvar hvíldir og hausinn lagður í bleyti sambandi við næstu viku. Það er ljóst að maður verður heldur betur að spíta í lófana. Sigurjón nokkur Ólafsson miðnæturdeddari mun sennilega mæta mér í 110 kg flokknum. Hann er hrikalega sterkur og ætti nú að vera kominn með næga keppnisreynslu til að vinna Masterinn. Núna þýðir ekki að treysta á mistök hjá Grjóna, sem reyndar er búinn að skrá sig í 100 kg flokk. Reynslan sýnir hins vegar að hann skráir sig alltaf í vitlausan flokk. Sigurjón æfir í Stevegym m.a með Eirík Frímúrara. Eiríkur er mikill áhugamaður um krafta og svæðanudd. Frægt er viðtal við kappann á gamla Stevegym-vefnum.
Viðtal við Eírík Prívatmann