Friday, July 22, 2005

Myndin

Þessi mynd var tekin fyrir tæplega tíu árum af þeim félögum Sveini Inga, Skaga Manga og Magister. Ekki man ég tilefnið, en hún var tekin á Hraunteigi í Reykjavík, þar sem mikið gekk á á sínum tíma. Á myndina vantar frægt Múrmeldýr, en hann fór yfirum og allt fór í hund og kött. Á þessum tíma var haldið alþjóðlegt skákmót á Hraunteignum, með þáttöku austur-þýska bréfskáksnillingsins Detlefs, sem kom til Íslands í boði Kára. Mig minnir að Skaga Mangi hafi unnið það mót.


0 Comments:

Post a Comment

<< Home