Friday, July 22, 2005

Sumarhús

Hef lítið gert annað síðustu daga en að skoða einhver sumarhús. Þetta rugl byrjaði auðvitað með því að ég heimsótti móður mína í Ölfusborgir fyrir utan Hveragerði og þar dvaldi maður í góðu yfirlæti í vikunni, en kom auðvitað í bæinn að kveldi eða morgni, því þetta er auðvitað bara skreppitúr. Einn daginn í vikunni keyrðum við svo í Grímsnesið og nágrenni og enduðum á Laugarvatni, skoðum m.a bústaði sem bræður mömmu hafa komið upp í sveitinni, en allir fjórir bræður hennar eiga risa sumarhús í sunnlenskum sveitum auk húsa sinna í Reykjavík. Einn af þeim býr reyndar svo flott að bústaðir sem forrétindastéttin á Íslandi ræður yfir ná ekki að toppa hans villu. Reyndar hafa bræður mömmu lennt í þessu helvítis þjófagengi, sem er á sveimi í sveitum og borgum landsins að hreinsa út úr húsum öllum til mæðu. Annars er þetta stórmerkileg þróun að eiga sér stað. Næstum allir sem eiga einhvern pening hafa komið sér upp einhverskonar sumarhúsum í nágrenni Reykjavíkur og þeir landsbyggðarmenn sem hafa komist í álnir eiga svo hús í Reykjavík. Er ekki nema von að hégómlegur maður eins og ég vilji vera eins og hinir plebbarnir og ég hef því skoðað mikið af húsum síðustu daga, hjólhýsum, húsbílum, kofum, hreysum osf. Meðal annars skoðaði ég hina einstæðu hjólhýsabyggð á Laugarvatni og alla húsbílana sem voru út um allt. Allveg ótrúleg sérviska að þurfa alltaf að bruna útúr bænum um leið og fólk fær frí í vinnunni. Mörg af þessum húsum eru orðin flott heilsárshús með öllum nútíma þægindum. Er að hugsa um að verða sjálfur sumarhúsagreifi fljótlega og er því að skoða alla möguleika í bæði gríni og alvöru. Fór svo í gær að skoða Meðalfellssveitina með nokkrum vinnufélögum, þar sem við gengum á Meðalfellsfjall, en sá eina semm ekki fór í fjallgöngu sat niður við vatnið og veiddi fisk og sötraði bjór. Farastjóri í ferðinni var Kjósamaðurinn Steinar sterki óðalsbóndi í sveitinni. Ég gjörsamlega féll fyrir þessu svæði, þar sem risin er upp glæsileg sumarhúsabyggð. Hef reyndar milljón sinnum keyrt framhjá þessum Meðalfellsafleggjara, en aldrei komið þar við. Dvaldi t.d mörg sumur við Skorradalsvatn með fjölskyldunni, auk allra ferðanna sem maður hefur farið Hvalfjörðinn áður en göngin komu. Þarna ætla ég að kaupa eða leigja skika og hefja trjárækt og veiðiskap í ellinni. Ég er ekki að ljúga eða þannig. Frábær staðsetning fyrir sumarhús og maður er hálftíma að renna í bæinn. Þessi mynd af Steina sterka er ekki alvöru, því hún er unnin í Photoshop.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

óánægður sumarhúseigandi gefið honum einn á'ann...flottur!

5:36 PM  
Blogger Gunz said...

Átti enga góða mynd af Steina, nema þessa afbökuðpu mynd. Auðvitað var ekker glóðurauga. vona að ég fái ekki sjálfur glóðurauga fyrir djókið :-)

5:53 PM  

Post a Comment

<< Home