Wednesday, July 27, 2005

Myndin

Meðan ég dvaldi úti sambandslaus og símalaus gat ég ekki fylgst með fréttum frá Íslandi. Í síðustu ferðum mínum var alltaf eitthvað að gerast í póitíkinni meðan ég gat ekki fylgst með. Þegar ég var úti í mai á síðasta ári geysaði fárið í kringum fjölmiðlafrumvarpið, sem endaði með því að Óli Grís neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin. Um jólinn síðustu voru fréttir af heimkomu Bobbys Fischer aðalfréttin í desember. Í sumar var hins vegar ekkert fjölmiðlafár, nema kannski Baugsréttarhöldin. Ég vil samt minnast þeirra sem féllu frá meðan ég var ekki á landinu. Nokkrum dögum áður en ég fór út varð hörmulegur atburður í suður Afríku, þegar faðir félaga míns Gísli Þorkelsson lést á hörmulegan hátt. Meðan ég dvaldi í sveitinni dó afi hálfsystra minna, Jón frá Haukagili. Ég hafði hitt hann nokkrum sinnum í ættarboðum. Jón var hinn sanni íslenski bóndi, sterkbyggður og svipsterkur. Ég veit að það er mjög erfitt fyrir systur mínar að missa báða afa sína með svo stuttu millibili. Ég frétti ekki af andláti Jóns því ég var símasambandslaus útí Norður Thailandi og fréttin barst mér ekki fyrr en daginn fyrir jarðarförina. Ég frétti líka að uppáhaldskennari minn hefði dáið meðan ég var úti. Þorsteinn Gylfason heimspekingur var einn almerkilegasti maður samtímans og án efa einn greindasti maður landsins. Ég sótti nokkur námskeið hjá honum á sínum tíma og sem kennari var hann sá alskemmtilegasti. Ég man alltaf eftir fyrsta tímanum í fornaldarheimspeki. Þorsteinn gengur inn í salinn í klæddur í gulum jakkafötum og rauðum lakkskóm og burðaðist inn með risa málverk sem var eftirprentun á frægu endurreisnarmálverki eftir Rafael (Skólinn í Aþenu), þar sem helstu heimspekingar forngrikkja fengu að prýða myndina, þeir Sokrates, Plato, Aristoteles osf. Þorsteinn hóf um klukkutíma fyrirlestur um persónurnar á málverkinu. Síðan benti hann á arabann á myndinni. Hvað var hann eiginlega að gera þarna? Arabi á mynd með grískum heimspekingum frá 5. öld fyrir Krist? Þorsteinn fékk víst að vita það nokkrum dögum fyrr að hann væri með ólæknandi krabbamein. Hann þurfti því eins og Sokrates forðum að horfast á við dauðann, en Sokrates þurfti að tæma eiturbikarinn eins og fram kemur í ritum Plato. Heimspekingar allra tíma hafa síðan velt fyrir sér spurningunni, hvað er eiginlega réttlæti?
The image “http://www.temakel.com/fotoeatenas.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home