Tuesday, September 06, 2005

Afmæli

Ég mun ekki láta ná í mig á fimmtudaginn 8. september, heldur ætlum við að skreppa á einhvern fínan franskan veitingastað. Hins vegar mun ég að öllum líkindum halda uppá afmælið laugardaginn 17. september annað hvort heima í Mýrinni eða í félagsheimili Taflfélags Kópavogs, sem er staðsett í Hamraborginni í Kópavogi, en Haraldur Baldursson skákfrömuður hefur boðist til að redda mér því ágæta húsnæði. Ekkert viss um að það þurfi, því fjölskyldan sem leigði hefur nú fundið sér aðra betri og ódýrari íbúð og því er möguleiki að troða öllum í Álftamýrina. Semsagt mæting kl. 20.00, en þeir sem ekki vilja sjá áfengi renna komi kl. 18.00

Boðslisti

1. Félagar í Stevegym (nokkrir núverandi og fyrrverandi + makar)
2. Skákklúbburinn
3. D-12 (nokkrir núverandi og fyrrverandi vinnufélagar "nota bene")
4. Fjölskyldan
5. Nokkrar Tæjur til að rétta kynjahlutfallið
6. Nokkrir nánir sem flokkast ekki undir lið 1-5, en þetta skýrist betur á næstu dögum.

Það ætti því enginn að móðgst að vera ekki boðin, því þeir hinir sömu ættu að flokkast undir lið 1-6. Hins vegar hafa nokkrir ættingjar mínir gift sig og ekki boðið nema fáum útvöldum. Þeim sem það gerðu mæta þá að sjálfsögðu ekki, en þetta á að sjálfsögðu ekki við um Fúsa frænda, því hann bauð öllum í sína giftingu. Til hvers að vera að gifta sig og bjóða síðan ekki Masternum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home