Monday, August 29, 2005

Gísli Marteinn

Við Sjálfstæðismenn erum mjög ánægðir með ákvörðun Gísla Marteins Baldurssonar að bjóða sig fram til borgarstjóra. Við sjáum söguna vera að endurtaka sig, en Gísli er í raun sama foringjaefni og Davíð sjálfur var á sínum tíma, en Davíð sjálfur var einmitt á sama aldri og Gísli Marteinn er núna þegar hann varð borgarstjóri fyrst, en Davíð ríkti í borginni í um tíu ár, en gerðist svo landsfaðir okkar. Gísli verður því allveg örugglega borgastjóri til ársins 2016, en síðan verða okkar forsætisráðherra til árisins 2032 í það minnsta. Frábært því Gísli er það foringjaefni sem við sjálfstæðismenn höfum verið að biða eftir frá því seint á síðustu öld. Það þarf engan kjarneðlisfræðing til að sjá að Gísli muni mala Steinunni fínu, en hún er auðvitað engin foringi heldur bara málamiðlun, því framsókn og kommar gátu ekki sætt sig við alvöru leiðtoga hjá krötum (samfylkingu) í-R listanum, því ekki mátti ala upp nýjan foringja hjá Samfylkingunni hjá R-listanum eins og gerðist með Ingibjörgu Sólrúnu. Stefán Jóhann væri heldur ekkert vandamál, því það er maður sem kann ekki að raka sig og gengur endalaust með þetta rónaskegg, sem er eitthvað annað, en barnslegt andlit Gísla sem landsmenn elska nú þegar. Frábært hjá okkur Sjálfstæðismönnum að fá Gísla í sjónvarpið í nokkur ár og komast upp með það, en kommarnir hafa sem betur fer ekki komist upp með að ala upp sína leiðtoga í RÚV. Svo á Davíð eftir að skipa þessum Vilhjálmi Vill hinum aldna að draga sig í hlé, áður en Gísli vinnur á honum auðmíkjandi sigur í prófkjöri. Það gerist bara á næstu dögum allveg eins og þegar Davíð skikkaði Ingu Jónu að víkja fyrir Birni Bjarna. Það þarf nefnilega að hafa vit fyrir þessum gömlu afdönkuðu stjórnmálamönnum. Vilhjálmur á engan séns, það sjá allir í hendi sér.
The image “http://www.rubber-ducky.org/carolynsboards/download.php/25,3566/E%20ba%20&%20glasses.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home