Kominn III
Ég vona að menn taki það ekki allvarlega þótt ég hafi verið að grínast með það að keyra próflaus og fullur í Taivan, en þetta er auðvitað grafalvarlegt mál sem ekki á að hafa í flimtíngum, en þeir sem hafa verið þarna vita að ekki er tekið fast á þessum málum þarna suðurfrá. Ef löggan stoppar þig er hún oftast að falast eftir einhverjum pening og þá er betra að vera með öryggisbeltið, ökuskirteinið og keyra á réttum vegarhelmingi, en þeim er allveg sama hversu marga bjóra eða margar viskeyflöskur menn hafa hesthúsað. Til dæmis er ágætt að byrja að keyra snemma á morgnana ef halda skal í langferð. Þá eru flestir trukkdriverarnir að leggja sig, en þeir skjóta sér reglulega inn á karokiestaðina í leit að stelpum og víni. Sem sagt allveg stórhættuleg umferð. Ég sá líka allveg hörmulegt slys, sem náðist á filmu ogbirtist bæði í tælenska sjónvarpinu og CNN. Þar keyrir drukkinn ökumaður á bíl sem þegar hafði lent í tjóni, en ökumaðurinn var ofurölvi og stórslasaði eða drap fólk, sem þegar hafði lent í slysi. Síðan var þessi sami ökumaður barinn í spað af fólkinu fyrir framan lögregluna. Hvað um það, þá er minna mál að keyra um á Pattaya og Jomtien, en í Bangkok og á hraðbrautunum. Við biðum þar í viku, en fórum svo á móts við Íslendingana fræknu, þá Jónas Spari, Óskar og Atla en þeir komu til Thailands viku seinna. Við mæltum okkur á mót við þá á Bayoke Sky, sem tæplega hundrað hæða bygging sem jafnframt er lúxushótel og hæsta byggingin í landinu. Þar kostaði lítið herbergi um 3000-4000 bath sem er tæplega 6000-8000 krónur sem er alltof mikið verð fyrir hótel á þessum slóðum, en hægt er að fá sæmilegt hótelhergergi fyrir 300 -1000 bath. Þar dvöldum við í góðu yfirlæti í um þrjá daga á 66 hæð, þar sem kíkt var á næturlífið í Bangkok. Að sjálfsögðu var Jónas Spari sallarólegur og hélt sig að mestu inni á kvöldin og var ekkert að rugla neitt í kerlingum.
framhald......
framhald......
0 Comments:
Post a Comment
<< Home