Wednesday, September 07, 2005

Davíð kveður

Ég verð að viðurkenna að ég er búinn að vera grátklökkur í dag, því þessi dagur er búinn að vera tilfinningaþrunginn og erfiður. Ég fékk fréttirnar um hálftíma áður en leikur Íslands og Búlgaríu átti að hefjast. Ég óska Dabba velfarnaðar í starfi sem seðlabankastjóri. Enginn hefur þó ennþá gagnrýnt þá ráðningu. Var ekki allt vitlaust þegar Denni fór í seðlabankann. Þá var talað um að hann væri ekki hæfur. Þó hafði hann verið forsætisráðherra eins og Dabbi. Annars man ég fyrst eftir Davíð þegar hann vann stórsigur í borgarstjórnarkosningunum árið 1980. Var það ekki annars? Narfi bróðir var þá rétt um sex ára aldur, en hafði eins og öll þjóðin hrifist af Dabba. Hann fagnaði svo vel þegar Dabbi sigraði að hann braut í framtönnina. Sem betur fer var þetta þó barnatönn. Óli grís var hins vegar víðs fjarri á þessum sorgardegi, en ég sá hann í heiðursstúkunni á leik Búlgaríu og Íslands í Sofíu. Þar var einnig Sigurður Ingason og lét lítið fyrir sér fara í stúkuni í stöðunni 2-0 fyrir Ísland. Hvernig var það annars, voru bara tveir Íslendingar á vellinum? Þá meina ég fyrir utan leikmennina sjálfa og KSÍ gæðingana. Ég hafði verið að pæla í að vera sjálfur á svæðinu og halda uppá afmælið í leiðinni. Verð bara að heimsækja Sigga til Búlgaríu seinna.
The image “http://geiri3d.klaki.net/archives/oli.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Maður er nú ekkert smá feginn að losna loksins við Dabba en auðvitað kemur bara nýr sveppur í staðinn og styður það að skera niður vaxtabæturnar okkar..ÞETTA ERU EKKI BARA SVÍN HELDUR AUMINGJAR..
Far vel big shit..
Magister

1:35 AM  

Post a Comment

<< Home