Wednesday, September 14, 2005

Farinn II

Ég var alltaf ákveðinn í að láta mig hverfa úr bænum á afmælisdaginn. Draumurinn var að dvelja í Andorra þann 8. sept, en það reyndist vera of erfitt í framkvæmd. Sérstaklega þar sem frú Deng gat ekki fengið frí í vinnunni nema tvo daga. Samt var haldið til Parísar/Barcelona í helgarferð. Þar sem dvalið var á 0 stjörnu hótelum og borðaður góður matur. En ferðin drógst á langin. Komum heim sunnudaginn 11.9. En mikið andskoti eru Frakkarnir leiðinlegir. Ætla aldrei að koma þangað aftur. Það var einhver 18. ára sveppur sem tók töskuna okkar í misgripum og hvarf út úr flugstöðinni. Við tóku ömulegir tveir tímar þar sem leitað var að símanúmerinu hjá gaurnum. Ekki var hægt að fá Frakkana til að kalla manninn upp. Þetta varð til þess að við mistum af flugvélinni til Barca og við urðum að hanga í París. Þs flugvélar Air France voru fullar kl 3.00 og kl 5.00. Fúlt að þurfa að hanga í París. En hún venst furðu fljótt. Náði að sötra úrvals franskt rauðvín á afmælisdaginn.
The image “http://www.quadrifoglioweb.it/foto/paris-hilton-x0026.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

frú Paris er flott!

4:12 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hvað fær þessi í einkunn á Jónasarskala?

3:09 PM  
Blogger Gunz said...

frú Hilton er ekki svo slæm...6-6 kannski

7:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já, þessar títlutúttur draga einkunnina niður..

9:32 AM  

Post a Comment

<< Home