Saturday, April 08, 2006

Meistaramót WPC

Meistaramót WPC sambandsins í kraftlyftingum fór fram í Íþróttahúsi fatlaðra í dag og áttu nokkrir molar góðan dag. Allar lyftur sem fóru í gegn skilst mér að séu Íslandsmet og voru dómararnir ekki að gefa neitt í bekkpressu og réttstöðulyftu, en hnébeygjan var væntanlega dæmd eftir WPC reglum. Margir öflugir WPC menn sáu um dómgæslu og stangarvörslu. Meðal góðra afreka var tilraun Péturs Bruno við 270 kg í bekkpressu, en hann tók 260 nokkuð örugglega í annari tilraun. Einnig reyndi mótshaldarinn Otri við góða bætingu í réttstöðulyftu 355 kg, en það fór ekki upp að þessu sinni. Gamli Stevegymmolinn Halldór Eyþórsson tók gott total, en hann tók m.a 290 kg í hnébeygju.
Nánari úrslit
& BETRI MYNDIR Á:
http://www.johannes.tv/wpc.htm
Helgarsportið
WPC-RULES



10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Var þetta Meistaramót?
á síðunni þeirra segir bara að þetta sé þeirra fyrsta mót

1:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það er nú frekar fámennt í þessu WPC dæmi, ég hef fulla trú á því að þegar þetta lognast útaf þá komi þessir strákar allir aftur í IPF ( kraft.is )

1:51 PM  
Blogger Gunz said...

Ok, hélt að þetta væri óformlegt Íslandsmót. Þarna voru reyndar nokkrir sannir meistarar. Þetta hlýtur allt að koma í ljós með mótaáætlun og skráningu Íslandsmeta osf.

2:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Var að fá úrslitin frá WPC greifanum...þetta var MEISTARAMÓT.
Tíminn leiðir það í ljós hvort þeir lifa af blessaðir flóttamennirnir...
Kveðja
Sir Cat

3:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Master, þú þarft að kenna mér að setja svona link inn í frétt(dagbók)
Cat

4:03 PM  
Anonymous Anonymous said...

"Ekki að gefa neitt í bekknum...." Halló!!! Ef þú ert að miða við þær reglur sem gilda á IPF mótum þá þarftu nú að vera betur vaknaður á næsta móti. Menn komust upp með að stoppa ekki niðri og lifta rassinum frá bekknum án athugasemda. Þetta var eiginlega grátbroslegt að horfa á. Held að reglurnar hljóti að hafa verið þannig að: "allt sem fer upp er ok"

3:35 PM  
Blogger Gunz said...

Eitt mesta afrekið fannst mér vera 300 kg lyfta hjá Svavari, en hún fór upp. Það hefði alveg mátt gefa honum hana. Hann hefði fengið hana gilda í Stevegym í denn

9:02 PM  
Blogger Gunz said...

Dómararnir eiga samanlagt tæplega 800 kg í bekkpressu, þannig að bara mannlegt að gagnrýna þá "Anonymous". Það voru þarna einhverjar bekkpressulyftur sem hefði sloppið í gegn á Breiðdalsvík, en Magnús Ver og félagar dæmdu ógildar.

5:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

Meistaramót er Meistaramót Master og viðmiðun um SteveGym og Breiðdalsvík út í hött hjá þér þannig..
Ef flóttamennirnir ætla að ná einhverri virðingu verður nú dómgæslan að vera nokkuð góð þótt reglur þeirra til bætinga séu rýmri og útbúnaður gerður til að lyfta meiru en með venjulegum útbúnaði...
kVEÐJA sIR cAT

11:34 AM  
Blogger Gunz said...

Alveg rétt. Það er hægt að kíkja á "lyftuna" hjá Prella í helgarsportinu. Sjá link (http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4274242)
Hins vegar var það ekki rétt að allar lyftur sem fóru upp, hafi verið gildar. Við vitum að WPC reglurnar eru öðrusvísi. Það væri gaman að vita.. kveðja Gunnar Reykás

12:02 PM  

Post a Comment

<< Home