Sunday, April 16, 2006

Til Ítalíu

Viktoría og Benjamín eru útí á Ítalíu þar sem þau eru í 10. daga Zuzuki námskeiði. Helga Maria móðir þeirra fylgir þeim, en hún á afmæli í dag 16. apríl, er sem sagt Naut. Ég veit ekki hvar þau eru á Ítalíu, en þau gætu verið í Milanó og þá skoða þau vonandi hina stórmerkilegu Scala operuhúsið. Veit ekki hvort þau fái sér ekta Ítalsak Pizzu í tilefni dagsins, en við sendum kveðju til Ítalíu. Arrivederci! Bonanotte.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sæll Master.Ég sendi einhverntímann fyrir stuttu spurningu á þig hvort ekki væri möguleiki að breyta um lit á síðunni og gera hana bjartari,og að auki vil ég láta vita að powersíða mín á folk.is hefur verið færð á síðuna sem er skráð hér fyrir ofan,er þetta ekki lengur eingöngu powersíða heldur alhliða sportsíða þar sem flestar íþróttagreinar eiga heima.
Virðingarfyllst:Stórfyrirferðin.

3:37 PM  
Blogger Gunz said...

Jú, takk fyrir ábendinguna. Ég ætlaði að fara rólega í breytingar vegna þess að þegar ég fór að skoða aðrar útfærslur var varað við að breyta útlitinu, því hætta er á því að gögn tapist. Ég þarf gera breytingarnar undir eftirliti og fá hana bjartari. kveðja gunz

12:58 PM  
Blogger Gunz said...

Helga María er auðvitað Hrútur, hvað er eiginlega að mér. Faðir minn er hins vegar Naut, fæddur 24 apríl. Hann hleypur nú 20 km á dag, eins og sjá má í DV í dag. Hann verður 61 árs á mánudaginn.

1:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ekki málið Master:Betra að fara varlega í allar breytingar ef hætta er á að gögn tapist og betra þá eins og þú segir að einhver sé með þér í þessu til að breytingarnar skili sér.

KV:Stórfyrirferðin

1:51 PM  

Post a Comment

<< Home