Scala
Látinn er í Reykjavík Sigurður Demetz Fransson (Vincenzo (Sigurður) Demetz) söngkennari. Ég kynntist honum litilega, en þá var hann kominn á tíræðisaldur. Sigurður var mjög merkilegur maður, en hann fæddist í Austurríki, nánar tiltekið suður Tírol, sem seinna varð hluti af Ítalíu, en ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki svo vel til staðhátta, en ég las æfisögu hans á síðasta ári, en hann afrekaði það meðal annars að syngja í sjálfri Scala óperunni í Milanó, en ég held það hafa bara tveir íslenskir ríkiborgarar afrekað. Sigurður lenti svo í því að framadraumar hans brustu, en einhverja hluta vegna endar hann uppá Íslandi, þar sem hann gerist söngkennari og meðal nemenda hans var meðal annars Kristján Jóhannsson. Sigurður auðgaði okkar mannlíf, en með honum fengu Íslendingar að kynnast suðrænum lífskúnsner, sem lifði hér á norðurhjara meira en helming æfi sinnar. Hann er gott dæmi um hvernig hægt er að auka menningu og listir hjá einni þjóð með einum manni. Öll okkar tónlistahefð kemur frá öðrum löndum, meðal annars varð "sprenging" í tónlistalífi Íslendinga á stríðsárunum með komu Breta og Bandaríkjamanna hingað til lands. Öll eigum við okkar drauma. Scaladraumurinn er draumur óperusöngvarans. Hjá okkur hinum blundar okkar eigin Scaladraumar. Nauðsynlegt er að setja sér markmið í lífinu, en hins vegar er hamingjan ekki fólgin í frægð og frama, en með því að gera okkar besta og njóta þess sem við erum að fást við þá getum við orðið sátt við allt og alla. Bæði guð og menn. Minn Scaladraumur fer senn að rætast.
6 Comments:
Þetta er nýleg mynd úr Sóltúninu, ég sé það á bjórdósunum í glugganum og speglinum sem stendur á gólfinu....ertu eitthvað að mæta????
Jú, en þarna er enginn til að æfa með, hvar eru mennirnir sem voru þarna í fyrra?
Heyrðu, ég var að tala við þig þarna í fyrra....ég byrja aftur í sumar, skóli hjá mér núna...vinna og kvöldskóli, því miður lítill tími til að æfa...vonandi sér maður þig þarna á næstunni!!!
Þeir segja að Ármannsheimilið sé Mekka lyftingana á Íslandi. Þetta er reyndar ekki sá salur, en góður samt. Það væri gaman að koma salnum aftur í gagnið og sópa smá.
Hvað segirðu Master er Ármanns"salurinn" minni en þetta núna? (myndin tekin eins og það séu bara draugar þarna á æfingu!)
Ég verð kannski að fara æfa þarna með þér fyrst maður er útlægur ger úr SteveGym...?
Kveðja. Magister..
Hvað segið þið strákar, hvar er þetta ?? Sé ekki betur en þarna leinist andi.
Post a Comment
<< Home