Wednesday, April 26, 2006

Nýr maður

Ég ætlað að prófa mig áfram í að breyta útlit bloggsíðunnar. Til að byrja með er ég búinn að færa allt yfir á aðra síðu í tilraunaskyni og þegar nýji liturinn er fundinn get ég prófað að breyta. Það gæti vel verið að maður notað þessa slóð: gunzfreyr.blogspot.com, sem er auðvitað mun auðveldara að muna. En ég hef ekki tekið ákvörðun um það. Best að fara rólega í sakirnar, enda mjög íhaldsamur í þessum efnum. Það væri gaman að fá "comment" um litinn, en byrja á hvítum. Annars er ég á leiðinni í útskiftaveislu hjá sjálfum mér á eftir. Erum að útskrifast sem Félagsnördar. Kannski heldur maður uppá þetta í kvöld, en það er ekki víst, því við erum ekki formlega útskrifuð, því sumir eiga eftir að klár eithvað smotterí og ég á til dæmis eftir lítið próf og fara í smá húllahopp "félagslega virkni". En sumir eiga eftir einhverja fötlunar áfanga. En allir ættu að vera búnir eftir rúmlega viku. Annars hafa þau í Mími staðið sig frekar illa í að koma klára þetta. Til dæmis er eitt og hálft síðan ég var húllahoppinu. Það voru þrír tímar eftir og ég spurði kennarann hvort ég kæmist til Norður Thailands. Jú, alveg sjálfsagt mál, þú bara leysir sérverkefni og málið er leyst. En því miður var skrifstofan, sem sé um námið fyrir Eflingu & LSP ekki á sama máli, þannig að ég ég á eftir að taka snú-snú áður enn ég útskrifast. Ég ætla samt að mæta í Lloyd skónum mínum á eftir upp í Eflingu, því það er ekki á hverjum degi sem maður fær gráðu.
TILRAUNABLOGG HÉR

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Tilraunabloggið er miklu mun betra...blessaður skiptu þessu svartnætti út strax!...gangi þér vel!
Kveðja.Magister

9:39 AM  
Anonymous Anonymous said...

*** Húrra !*** Til hamingju með titilinn Félagsliði !!! :-)
Það er heilmikil vinna að baki þessum áfanga og hærri laun líka !
Nú hafa opnast mun fleiri möguleikar og það gleður.
Flott hjá þér.
Kveðja, útskrifaður Félagsliði :-)

11:25 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er allt annað mál að lesa bloggið svona, svart á hvítu !
Nú er tími kominn á breytingar, enga íhaldssemi ! Hleypa nýjungum að og svo kjósa gáfulega líka !!!
Kaffi-kveðja.

11:28 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já, til hamingju sem félagsflúbbí...
Gott að þú fáir hærri laun fyrir stækkandi fjölskyldu..
Kveðja. Sir Cat

11:38 AM  
Blogger Gunz said...

Já, takk fyrir góðar hamingjuóskir. Það er óhætt að bookmarka tilraunabloggið, en commenta hér meðan ég finn út úr þessu. Er að fagna góðum "sigri" Barca í kvöld auk útskriftarpartýs á Kringlukránni. kveðja Félagsliði

2:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

supreme
palm angels hoodie
off white shoes
travis scott jordan
golden goose

5:21 AM  

Post a Comment

<< Home