Ásgeir Hannes
Ég er búinn að dáðst af Hannesi Ásgeiri síðustu daga, enda maðurinn bara að segja sínar skoðanir og ég virði skoðanarfrelsið mikið. Hann hefur ekki verið með neinar upphrópanir eða dylgjur. Hann hefur ekki verið með neina fordóma heldur, því eins og hann benti spyrlinum á um daginn, þegar hann var ásakaður um fordóma. Hvað eru fordómar? Fordómar eru fyrirfram dómar. Hann hefur þá ekki að eigin sögn. Þetta er góður maður og bullið um hann síðustu daga hefur sært mig. Það eru fjölmiðlamenn sem hafa verið með ljót orð um hann og hans hugmyndir, en þetta byrjaði víst allt með einhverri skoðanakönnun. Hann afgreiddi td svertingja á Blásteini (Blásteinn er víst einhver bar uppí Árbæjarsveit) og hann hefði nú varla farið að afgreiða hann ef honum væri illa við svertingja. Svo fékk hann morðhótanir hérna um árið, frá svörtum manni sem var að fá einhvern friðarstyrk. Hafið þið séð Umbalæa, sem hótaði honum? Hann hefur allavegana mjög "skerí" útlit sem skelfir einhverja. Ég hef reyndar einhverntíman sötrað kaffi með Hannesi Ásgeiri á Kaffi París, þar sem ég treð mér stundum með ættingjum mínum. Man ekki hvort ég hafi talað við hann, en sennilega ekki því ég er oftast frekar óframfærinn maður. Það hefur sennilega verið fyrir mörgum árum við "borðið" sem nafni hans Hannes Hólmsteinn, Hrafn Krummi og Afi (svo einhverjir séu nefndir) héldu til á Kaffi París. (Núna er kominn annar Kaffi París staður sem á ekkert skilt við þann gamla góða) Svo var hann í hulduher Alberts og ég studdi Borgaraflokkinn sem unglingur. Pulsusalinn sem gerðist þingmaður er bara goð í mínum huga. Hinn íslenski draumur. Hins vegar fer í taugarnar á mér umræðan út um allt samfélagið, fólkið á litlu kaffistofunum sem er stútfullt af illum hug til náungans, td sprenglærðir heilbrigðisfulltrúar á LSP sem fyrirlýtur annað fólk af því það lítur öðru vísi, af því það talar ekki góða íslensku og af því það tekur af okkur vinnuna, stelur af okkur konunum, yðkar aðra trú, eða af því það hefur annan hörundslit osf. Ég vil endilega draga þetta fólk fram í dagsljósið, fólkið á litlu kaffistofunum um allt land, mæðurnar sem fyrirlíta hinar mæðurnar á leikskólanum af því börn þeirra hafa annan uppruna. Litlar smásálir sem hafa ekki einu sinni komið til Færeyja, en telja sig þekkja allan heiminn. Ég vona svo sannarlega að þessi flokkur komist á skrið og vil endilega heyra málflutininginn og fá mælska menn í umræðuna. Þessir flokkar eru stundum sagðir vondir við útlendinga, en góðir við gamlingja. Hvað sem þeir heita s.b Karl Hagen, Glistrup eða sá austurríski sem sló í gegn fyrir nokkrum árum. Þetta eru ekki Nýnasistar, þetta eru heiðvirðir borgarar, fjölskyldumenn sem hafna öllu ofbeldi. Það sama var örugglega hægt að segja um íslenska þjóðernisflokkinn í denn. Hvað hétu þeir bræðurnir undan Eyjafjöllum, sem stunduðu sjóinn og stofnuðu flokk. Fjöskyldur þeirra voru vinarfólk móðurfólks míns. Því miður hvarf þessi flokkur á nokkrum mánuðum, en flokkurinn var úthrópaður af fjölmiðlamönnum að ósekju. Og svo var einn gamall vinur minn einn af forsprökkum félagskaparinns Norrænt Mannkyn (forrveri þjóðernisflokksins), en hann var einmitt virtur lyftingafrömuður, framhaldskólakennari og besti drengur, en við fórum oft á fyllerí í denn. Hann er reyndar búinn að snúa við blaðinu held ég, en það er nú önnur saga.
6 Comments:
Þetta var aldeilis pistill frá þér Master...þú værir nú ekki óframfærinn við þessa umræddu kalla þína ef þú værir létt mildur..
Gaman að lesa svona frá þér þegar þú dettur í góðan blogg-anda..
Kveðja. Sir Magister Cat
Það er aldeilis völlur á Master ! Maður má hafa sig allan við að meðtaka boðskapinn og ættartréð.. Svo er komið inná Kaffi- Parísar gengið, jamm af nógu að taka.
En, gæta skal að eigin fordómum, eru þeir einhverjir? Og ef svo er, er það vegna eigin hagsmuna? Hverja umber maður? Hve fer í taugarnar á manni og hvers vegna???
Gæta skal hvar stigið er niður !
Og ekki vera tvísaga !!!
Alltaf gaman að spekúlera dálítið fram og aftur. Kaffi kveðja !
held að hann sé þrísaga!
Jú, mikil ósköp ég viðkenni það fúslega að ég hafi fordóma gagnvart þessu og hinu, enda er það bara mannlegt. Ég er þó að reyna að horfast á við sjálfan mig. Einfaldasta skilgreiningin á fordómum er fyrirfram dómur (um það sem maður þekkir ekki). Allir eru með einhverjar hugmyndir. Ég hafði til dæmis mikinn áhuga á Íslam og arabísku. Sótti meðal annars námskeið heilan vetur um Íslamstrú til 5. eininga. Mér fannst eftir þessa þrjá mánuða að Íslam væru fallegustu trúarbrögð í heimi. Arabíska orðið Íslam merkir friður, undirgefni og hlýðni. Mér fannst það alveg þangað til ég hitti fjóra brjálaða Marakóbúa á Kaffi List forðum. Meira um það seinna....Fordómar, hvað er nú það?
Sem þýddi að ég "fordæmdi"
1. milljarð manna (múslimar& araba) í nokkrar vikur bara út af nokkrum Berbum.
En til að leiðrétta miskilning, þá mun ég aldrei kjósa þennan Nýja FLOKK". Fyrr myndi ég prófa heróín.
Post a Comment
<< Home