3. mai
Þá er þetta búið fyrir England. Wayne Rooney nær sér ekki fyrir HM í sumar. Slæmt fyrir hann, England og United og að sjálfsögðu alla sem unna knattspyrnunni. Þá er bara að halda með Argentínu, heimalandi Che. Che var eins og menn muna fæddur í Argentínu, starfaði á Cúbu og dó í Bólevíu. Argentínumenn verða mjög sterkir í sumar og þeir verða mitt lið eins og hin síðari ár.
5 Comments:
Sæll, Gunnar
Gummi´eid ég held að Brazil taki þetta eins og oft áður hefur verið mitt lið síðan 1982
Blessaður, ekki örvænta strax!
Auðvitað eru þetta slæmar fréttir fyrir Englendinga. En það eru mjög margir Íslendingar sem halda með þeim sem von er, við höfum verið mötuð með móðurmjólkinni á enska boltanum og Bjarna Fel!
E.t.v. mun Owen gera prýðis hluti, aldrei að vita..:-) En það sem gerir boltann svo skemmtilegan er líka að það verða lönd sem koma okkur skemmtilega á óvart og nýjir markaskorarar líta dagsins ljós. Til dæmis sjást frábær tilþrif frá Afríkuliðum og maður lætur sig hlakka mikið til !
Hélt alltaf með Brasilíu hér áður fyrr, þangað til Maradona fór kókaínið. Eftir það fór maður að halda með Argentínu (aðalega), svo hefur maður hrifist af öðrum liðum. Englendingar hafa alltaf verið í uppáhaldi, Spánverjar, jafnvel Danir. Svo verður gaman að fylgjast með litlu liðunum, Togo, Fílabeinsstrandarmönnum og jafnvel Angólamönnum. Held þó að Brassarnir séu líklegastir. Held líka með skögultönninni og CO, vegna þess að hann er bestur og svo leikur hann með Barca.
Ég ætla að halda með englendingum eins og venjulega og svo hollendingum því þeir eru með stórskemmtilegt lið.
Þessir klassísku risar eins og brassar,ítalir, þjóðverjar og Argentínumenn eru samt sigurstranglegustu liðin. Örugglega munu eitt eða tvö mannætulið setja mikinn svip á keppnina.
Verður spennó.
----------------
Sir Magister
Það má alveg fækka þessum afríkuþjóðum um eitt til tvö og láta evrópu hafa þau sæti þessi lið eru út úr kú. Englendingar munu vera bara í meðalmennskunni eins og venjulega, þarf fleiri tæknitröll í enska landsliðið. Hvað eru menn að tala um að hafa Crouch frammi, getur ekkert hvernig væri að horfa til Darren Bents hjá Charlton. Þetta verður athyglisvert. Kv GG
Post a Comment
<< Home