Wednesday, October 13, 2004

Ævisaga George Best

A9.com

George Best. Sjá í fullri stærð.

Ég hef verið að glugga í ævisögu George Best síðustu daga, en hann var á hátindi frægðar sinnar kallaður "fimmti Bítillinn". Hann var fyrsti poppstjörnufótboltamaðurinn og fékk unglingsstúlkur til að hópast saman á Old Trafford löngu á undan David Beckham. En velgengnin og frægðin voru honum um megn. Ótrúleg saga um drykkju, fótbolta, konur, kynlíf, framhjáhalda, hneykslismála, skandala, gjaldþrots, fangelsisvistar, líffæraígræðslur og sambands hanns við aðra m.a Bobby Charlton. Þetta er allveg ótrúlega einlæg harmsaga. Beckhamævisagan er bara plebbabók samanborið við þessa. Beckham þorir ekki að opna hjarta sitt, en Best dregur ekkert undan um eigin breyskleika. En skemmtilegri verða ævisögur ekki. Þetta er ekki einhver Lindu Pétuss grátbók.

"Glæsibifreiðar höfðu mikið aðdráttarafl á stelpur þótt ég hafi ekki þurft á nokkurri aðstoð að halda í þeim efnum. En notaleg bifreið gat komið að góðum notum, einkum gagnvart ungum blómarósum sem enn bjuggu í foreldrahúsum. Svo að þar til ég fékk eigið húsnæði nýttust aftursætin vel til ástarleikja."

0 Comments:

Post a Comment

<< Home