Óþarfi
Það er alger óþarfi hjá þessum afturhaldskommatittum að stoppa þennan frábæra samruna. Ekki það að ég hafi mikið vit á málinu, en ég held að þetta sé meiriháttar gjörningur að stefna að því að einkavæða orkugeirann. Við höfum góða reynslu af fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem er sem betur fer að festa sig í sessi meðal landsmanna. Eins sé ég ekkert að því þótt aðrar auðlindir landsins séu einkavæddar, eins og fiskurinn í sjónum. Ég ætla rétt að vona að kommadóttirin nái ekki að stöðva framþróunina. Íslandsbanki fór alveg ótrúlega illa með hann Bjarna okkar Ármannson þegar þeir ráku hann frá sér slippann og snauðan. Núna er hann sem betur fer kominn í nýtt starf og er að sameina nýju orkuútrásarfyrirtækin á mettíma. Og Villi Vill er góður gæi, sem myndi aldrei standa í einhverju svínaríi. Bjarni Ármanns er t.d að leggja 1.5 milljarða af sínu eigin sparifé í þetta. Karlinn liggur á hrúgu á peningum og ekkert nema jákvætt um það að segja. Svo er bara besta mál að hann fái góðan kauprétt í þeim ofsagróða sem framundan er. Borgarstjóri vill einmitt jafna kaup starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur á hlutabréfum í REI. Það verður sko enginn einkavinavæðing í þessu REI dæmi.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home