Saturday, September 01, 2007

Sumafríið á enda

Í sumar hefur maður verið að taka sumarfríið í skorpum og núna síðast eyddum við nokkrum dögum í Svignaskarði í Borgarfirði. En ekki hefur maður getið hreyft sig að ráði, því slæm meiðsli hafa sett mark á mig síðan um miðjan júlí og núna er Tigerinn farinn að ganga og síðan hlaupa um allt og því er hann beinlínis farinn að stinga mig af. Já, Tiger er strax farinn að vinna karlinn í einhverju. En án alls gríns þá er þetta auðvitað grátbroslegt að á sama tíma og maður sjálfur gat varla gengið fór sá litli að ganga. Og hvað gerði maður þá í sveitinni annað en slappa af? Jú maður las t.d lifandis ósköp meðan maður hreyfði sig varla út úr húsi. Fórum þó í góðar útsýnisferðir um Borgarfjörðinn, m.a Húsafell, Hvítársíðu, Hvanneyri, Reykholt og svo auðvitað Borgarnes. En auðvitað var maður vel pirraður á því að geta ekki hreyft sig, en það stóð auðvitað aldrei lengi og maður á aldrei að vorkenna sér, þegar annað fólk hefur það ekki eins gott. Af hverju fær þú þér ekki bara staf, sagði Faaborginn og brosti allan hringinn. Já, góð hugmynd að ganga með staf eins og virðulegur greifi. Mr. Faaborg hefur sjálfur verið að finna fyrir eymslum í baki og því er hann ekki hraustur sjálfur, en saman sömdum við um okkar aumingjaskap, eins og Snorri Sturluson forðum, en hann hafði einmitt vetursetu í Svignaskarði fyrir um 800 árum síðan. Gott ef andi Snorra sjálfs hafi ekki komið yfir okkur í sveitinni.

Slitin er mjöðmin

Slitið mitt bak

Svignaskarð erfitt að klífa

Gamall og gugginn

gaddslitið flak

Hár mitt að reita og rífa

DSC_1506

0 Comments:

Post a Comment

<< Home