Friday, July 06, 2007

Sumarið er tíminn!

Sumarið er tíminn söng sá aldni heiðursmaður Bubbi Morteins. Þar hitti Bubbi naglann á hausinn eins og stundum áður. Ég hef alltaf haldið mikið upp á Bubba, en eini ljóður á ráði hans hefur verið þetta dóptal, sem að mínu mati virkar eins olía á eldinn fyrir unga fólkið, sem lýtur á goðin sem sína fyrirmynd. En hann er svo sem ekki einn um þetta raup, heldur er þetta vandamál vestrænnar menningar í hnotskurn. Ég get nefnt sem dæmi að fyrir c.a 20. árum gat ég ekki ímyndað mér að hægt væri að hlusta á þungarokk og vera "streit". Ég hata reyndar eiturlyf, en get líka alveg skilið að þetta skuli þrífast í samfélagi voru. Lífið er besta víman sagði einhver spekingurinn og hvað er göfugra en að koma nýjum einstaklingum til manns? Nei, maður er alltaf að finna nýjan tilgang með lífinu og hver maður er einstakur og lífið er yndislegt. Skiptir þá engu máli þótt maður hafi brætt úr bílnum, því þegar ein hurð lokast þá opnast önnur hurð í staðinn. Þessi speki kom m.a úr munni frænda míns Gunnars Dal. Jú, hvað gerðist þegar fjölskyldubílinn eyðilagðist (bræddi úr sér). Ég fór bara niðri kjallara og náði í varabílinn, setti hann svo á númer og fór með hann í skoðun. Í skoðuninni fékk Herramaðurinn II toppeinkunn. Ótrúlegt en satt fann skoðunarmaðurinn ekkert sérstakt að bílnum nema ryðgað bretti og nokkur biluð ljós. Já, maðurinn hlýtur að hafa verið útúrdópaður úr því hann var svona "hrifinn" af Herramanninum. Já, fátt er svo með öllu ýlt að ekki boði nokkuð gott. Þetta sumar er semsagt alveg meiriháttar. Þótt maður búi þröngt, þá er maður samt mjög hamingjusamur og allur bissnes gengur vel hjá okkur (nema auðvitað bílabissnesinn). ÍAMC minn gamli drykkjufélagi forðum hafði samband við mig um daginn á internetskákklúbbnum og hvatti mig til að kíkja á sólarlagið og við mér blasti blóðgult sólarlag. Já, sumarið er sko tíminn!