Til hamingju Madrid
Real Madridliðið vann Spánartitilinn í gær, eftir mjög dramtískann leik við Mallorcaliðið. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum var Barcelónalið með pálmann í höndunum, því þeir voru að rótbursta Tarragona liðið, meðan staðan var 1-1 í leik Real Madrid og Mallorca. Síðan kláraði Real leikinn eins og þeir hafa svo oft gert í vetur, en þeir áttu frábæran endasprett, með frábærri endurkomu David Bechams. Barcelona getur bara sjálfum sér um kennt því þeir voru með unnið mót fyrir nokkrum umferðum en klúðruðu tækifærinu.
En núna er stóra spurningin hvað Eiður gerir. Persónulega trúi ég því að hann vilji reyna eitt ár í viðbót í Barcelóna, því hann er á góðum launum og fjölskyldan er að koma sér fyrir í útjaðri borgarinnar. Eiður er hvort eð er að missa áhugann á fótbolta, m.a er árangur landsliðsins ekkert til að hrópa húrra fyrir og því skiptir það okkur litlu hvort Eiður spili lítið eða mikið. En svo er bara að vona að liðið fari ekki að selja hann strax frá sér. Hann á bara að vera Óli Gunnar Solskjer þeirra Börsunga. Á bara að vera stoltur að því að sitja á tréverkinu.
En ég vil aftur óska konungsliðinu frá Madrid til hamingju með góðan titil. Madridarliðið er gamla stolt spænskra þjóðernissinna og fasista og ég held að Franco gamli hefði fagnað manna mest ef hann væri á lífi. Svo vil ég minna menn á það að ég hélt lengi vel með Madridarliðin, þegar gammurinn Budragenio og Hugo Sanches voru upp á sitt besta. Fór svo að halda meira með Barcelónu eftir 1999, en notabene ekki eftir að Eiður kom þangað í fyrra. Ég er maður sem fer ekki bara að halda með liði, þótt Eiður Smári sitji á bekknum hjá viðkomandi liði. En ég er nú samt farinn að halda með West Ham í ensku útaf Íslendingatengslunum.
kveðja Gunnar Reykás!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home