Monday, May 28, 2007

Aftur til fortíðar

Ég ætla að byrja á því að bölva þessu Moggabloggi, því það er mjög auðvelt að eyða heilu færslunum áður enn maður hefur "seifar" þeim. Maður dettur bara á einn takka og allt er ónýtt og ekki er hægt að kalla það fram. Þetta er alveg óþolandi!

En hins vegar liggur mér það á hjarta að einu sinni verður gamall maður barn. Þetta sagði gamall skjólstæðingur við mig um daginn þegar ég var að hjúkra honum. Veit ekki hvaðan þessi setning kemur, eflaust úr Hávamálum, biblíunni eða frá Laxness. Skiptir ekki máli, en í þessari setningu fellst samt mikil speki. Ég hef síðustu dag gengið í barndóm, þegar ég ákvað að ná í gömlu vínilplöturnar mínar til mömmu. Valdi sérstaklega úr Urriah Heep og Deep Purple. Hlustaði mikið á þessar sveitir í gamla daga, en er samt löngu hættur að pæla í rokktónlist. Eiginlega missti ég áhugann strax þegar rokk í Reykjavík kom út á sínum tíma, en hef þó staðið á hliðarlínunni og fylgst með eins og hálfviti. Fór m.a á Metalicu tónleikana um árið og sór þess dýran eið að fara aldrei aftur á rokktónleika. Þoli ekki troðninginn og vitleysuna. Rokktónleikar eru bara fyrir unglinga og heilaskemmt fólk. Eða hvað? Mig langar samt rosalega að fara á tónleikana með þessum hljómsveitum á morgun. Hef núna sett upp gömlu vínilgræjurnar upp í geymslunni heima með gamla leðursófann hans Narfa fyrir framan þær og ætla að hlusta á þessar gersemar í kvöld og á morgun og reyni síðan kannski að redda mér miða áður en það verður of seint. Vill einhver koma með mér á tónleikana á morgun? Þori ekki einn!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home