Sunday, May 13, 2007

Korter fyrir VI (X-V)

Þá er komið að lokaumfjöllun minni um flokkana sem bjóða fram. Sá síðasti stendur mér kannski næst hugmyndafræðilega, en hefur samt frá upphafi skapað einhver ofnæmisviðbrögð. Ég hef lengi dáðst af sögu kommúnismans og sósíalismans heiminum, enda tel ég að um óumflýjanlegt náttúrulögmál hafi verið að ræða þegar fátæklingar heimsins gerðu uppreisn gegn auðvaldinu. Ég er ekki svo rosalega vel að mér um upphafið. En með kenningum Marx og Engels byrjaði nú allt. Á 19. öld var mikill umrótartími og ekkert ósvipaður því sem nú er að gerast á 21. öldinni, þar sem hinir ríkari eru að verða ríkari og fátækari fátækari. Marxspáði alræði öreigana, en hafði ekki hugmyndaflug til að ímynda sér að byltinginn myndi byrja í fætæku bændasamfélagi eins og því rússneska. Lenin og Stalín tóku svo við kyndlinum og voru dáðir og dýrkaðir um allan heim ásamt ýmsum glæsiherrum eins og Maó, Trotsky og Castro svo dæmi séu tekin. Kommúnistaflokkur Íslands var stofnaður árið 1930, en breyttist seinna í Sósíalistaflokkinn, sem árið 1968 varð Alþýðubandalagið, en endaði svo í Vinstri Grænum.
Eini munurinn er sá að þegar þeir rótækustu úr Alþýðubandalaginu ákváðu að vera ekki með í Samfylkingunni, var til flokkur Vinstri Grænna. Eftir hrun kommúnismans í Evrópu hafa íslenski kommar hlaupið í felur og hefur það farið gífurlega í taugarnar á mér sem hörðum Kúbukomma að sjá menn afneita uppruna sínum og fela rauða byltingarlitinn bak við þann græna. Stofnaður var græningjaflokkur, sennilega að þýskri fyrirmynd. Gömlu kommarnir hafa ekki viljað kenna sig við kommúnisma eða sósialisma og ég tók eftir því um daginn að Steingrímur Sigfússon var spurður hvort hann teldi sig sósialista. Svarið var, nei en ég er rótækur vinstri maður. Þetta er þræl sniðugt hjá honum því með því að fela fortíðina, þá er líklegra að umhverfisverndarfólk sjá ekki rauða þráðinn sem liggur til upphafsins, sem er Kommúnistaflokkur Íslands. Og stóri Íhaldsflokkurinn er hættur að uppnefna þá komma, því Vinstri Grænir voru í miklu uppáhaldi hjá Íhaldinu, þangað til þeir fóru að mælast með þrefalt fylgi. Þá fyrst urðu þeir óvinurinn aftur.
Vinstri Grænir eru með einvalalið á sínum lista, meðal annar Nikov, Kolbrúnu Halldórs og Jón Bjarnason sem býr í félagslegri íbúð í kjördæmi sínu, meðan fullt af fólki býður eftir húsnæði. En mestu vonarstjörnu flokksins tel ég vera Guðfríðu Lilju, sem er hrein hugsjónarmanneskja og flokksforingi framtíðarinnar. Kom mér mikið á óvart að stúlkan væri græn, því bræður hennar eru allir bláir í gegn. En hvað um það þá eru Vinstri Grænir á blússandi siglingu og allt lýtur út fyrir stórsigur á morgun. Þá munu Vinstri Grænir og Samfó setjast saman að samningaborðinu og ekki una hvíldar fyrr, en stjórn verðu mynduð. Ef til vill þurfa þeir að taka Frjálslynda upp í vagninn, en það verður bara þræl gaman að fá þá Magnús Þór, Guðjón digra og Jón Magnússon í ríkisstjórn. Ég segi bara eins og maðurinn forðum, Allt er betra en íhaldið.
XV.is

0 Comments:

Post a Comment

<< Home