Thursday, May 10, 2007

Korter fyrir IV (X-F)

Ef ég kýs ekki Samfylkinguna, þá er bara einn flokkur sem kemur til greina. Það er Frjálslyndiflokkurinn. Frjálslyndiflokkurinn vegna þess að hann er einn af fáu heiðarlegu stjórnmálaöflum sem er með alvöru mál á sinni könnu. Þá er ég að tala um mesta rán Íslandsögunnar, kvótamálið alræmda. Um miðjan níunda áratugsins hófst þessi óskapnaður, en upp úr 1990 hófst frjálsa framsalið, þar sem útgerðamennirnir sem fengu aflaheimildirnar frá stjórnvöldum að gjöf, fóru að selja og veðsetja óveiddan fisk úr sjónum á miklu yfirverði. Allskonar rugl hefur verið í gangi þessi ár, meðal annars hafa sjómenn hent fiski í sjóinn í tonnavís til að koma með sem stærstan fisk að landi. Þetta hefur milljón sinnum verið bent á og verið sannað, m.a í Kompásþætti í vikunni. Heilu byggðarlögin hafa lagst í eyði vegna þess að kvótinn hefur verið seldur burt, en ekkert hefur verið gert til að breyta kerfinu þannig að gömlu sjávarútvegsbæirnir héldu velli. Kerfið hefur engum árangri skilað og er er bæði óhagkvæmt og ósanngjarnt. Fiski er kastað í sjóinn og kvóti er seldur & leigður á okurverði osf. Samt vilja stjórnarflokkarnir engu breyta og þjóðfélagið er svo rotið að þingmenn úr flestum flokkum stunda hagsmunagæslu fyrir kerfið. M.a var einn af upphafsmönnum kerfisins og seinna sjávarútvegs&forsætisráðherra að verja kerfið alla tíð, en vitað var að fjölskylda hans hafði hagnast um hundruðir milljóna á kvótanum. Þegar hann var spurður út í þessi tengsl varð hann brjálaður og talaði um ofsóknir fjölmiðla gegn fjölskyldu sinni. Jónína Bj notaði sömu rök þegar fjölmiðlar fóru að spyrja réttlátra, en óþægilegra spurninga, hvers vegna stúlka sem bjó á hennar heimili fékk ríkisborgararétt eftir rúmlega eitt ár á Íslandi. Svo er það annað að það sem ég upplifi í starfi mínu síðustu tíu ár get ég ekki fjallað um, því ég verð að halda trúnað. Ég má því ekki segja dæmisögur um fólk sem hefur misst allt sitt vegna þess að kvótinn var fluttur úr byggðarlaginu, eða fólk sem keypti kvótalausa báta osf. Fólk sem var í sjálfsvígshættu vegna þess að sjálf lífsbjörgin var tekin frá þeim og byggðarlaginu af því að einhver kvótagreifi sem fengið hafði óveiddan fiskinn í hafinu gefins seldi kvótann úr byggðarlaginu. Hagsmunagæslan er svo hrikaleg að 80% þingmanna standa vörð um þetta mesta rán Íslandssögunnar. Meira að segja fiskifræðingarnir í Hafrannsóknastofnun eru flæktir í svindlið. Síðast var skákfélagi okkar Helgi Áss farinn að verja kerfið með lagaflækjum, en eitt fyrsta starf hans sem nýútskrifaður lögfræðingur er að verja þetta góða kerfi með styrk frá LÍU.

Það hefur verið svo mikið skrifað um kvótakerfið og margar kosningar farið fram þar sem almúginn gat fellt kvótakarlana af þingi og fengið réttlætinu fullnægt. En það hefur ekki gerst og mun örugglega ekki gerast úr þessu. Hugsanlega verður of seint að hrufla við þessu viðbjóðslega kerfi eftir einhver ár, en sagnfræðingar framtíðarinnar munu mikið skrifa um hvers vegna stjórnmálamenn og almenningur lét þetta kerfi líðast. En fræðingar framtíðarinnar munu samt vita að það var bara einn flokkur sem sagði sína skoðun afdráttarlaust. Tökum sem dæmi núverandi sjávarútvegsráðherra Einar Guðfinnsson sem alla tíð var á móti þessu kerfi, þangað til hann settist sjálfur í stól sjávarútvegsráðherra. Það er aumkunarvert að sjá hann verja þetta kerfi sem er að leggja Vestfjarðarkjálkann í rúst. Vestfirðir eru æskustöðvar forfeðra minna í föðurætt, en forfeður mínir sóttu sjóinn mann fram að manni í margar aldir og enginn bannaði þeim að sækja lífsbjörgina í hafið.

Annað nauðsynlegt stefnumál Frjálslyndaflokksins er skýr stefna þeirra í málefnum útlendinga. Hann er eini flokkurinn sem vill stoppa endalaust flæði útlendinga frá austur Evrópu, sem hingað koma stjónlaust frá evrópska efnahagssvæðinu. Fyrst var ég auðvitað rosalega reiður þegar ég heyrði málflutning þeirra og enn reiðari þegar flestir rasistakaffihúsaspekingar landsins fóru að styðja flokkinn. Flestir af þroskahefta liðinu sem hafði verið að gæla við fasisma fór að styðja flokkinn og ég og margir vinir mínir sem tengdust útlendingum fóru að gefa skít í Frjálslynda, en síðan fór maður að hugsa málið betur. Frjálslyndi flokkurinn hefur ekkert á móti útlendingum, né heldur á móti fólki frá þriðja heiminum, sem hvort eð er fær ekki að koma hingað lengur. Frjálslyndi flokkurinn vill bara stíga rólega til jarðar og forðast að hér fyllist allt af fátækum austurevrópubúum sem hingað mega koma óheft í hundraða, þúsunda og jafnvel milljóna tali án þess að hafa hér atvinnuleyfi. Hingað á eftir að flæða glæpamenn og dópsmyglarar frá eystrasaltslöndunum og frá Rúmeníu og Búlgaríu munu koma betlarar og rónar. Hingað munu þeir koma óheft þangað til við rönkum við okkur og förum að stjórna flæðinu. Fyrir þrem vikum bankaði maður hjá mér og vildi selja mér blóm til styrktar götubörnum í Rúmeníu. Ég lokaði hurðina á hann, en sé mest eftir því að hafa ekki hringt á lögregluna, því svona safnanir eru ólöglegar. Viku síðar var ég að keyra í hjarta Reykjavíkur og sá þá rúmenskan Síguna, sitja með harmoniku sína og var að betla með harmonikuspili. Þetta var á horninu á Austurstræti og Pósthússtræti í innsta hjarta Reykjavíkur, þar sem við mér blasti ný og óhugnanleg sýn. Eldri tatarakona sat við hlið hans og út úr Landsbankanum í Austurstræti komu svo tveir Sígunar í viðbót með ókeypis kaffi í plastmáli. Ég stoppaði bílinn og lamaðist eitt andartak. Mér hefur í raun aldrei brugðið eins mikið af minna tilefni og fór að hugsa hvað væri eiginlega að gerast. Í fréttum Rúv í kvöld kom svo fram að tugir Rúmena af Sígunaættum væru á leið úr landi, eftir að hafa verið hér í dularfullum erindagjörðum. Flestir voru þeir með harmonikuna um hálsinn og ætluðu að betla pening á Íslandi. Ekki miskilja mig því ég vil fá hingað útlendinga í hæfilegum skömmtum frá öllum löndum heims, en ef við opnum landið alveg fyrir örfáum þjóðum austur Evrópu, en lokum á allar aðra þá erum við á rangri leið.
XF.is

0 Comments:

Post a Comment

<< Home