Monday, April 09, 2007

702.5 kg

Það sagði mér einn talnaglöggur maður að þetta væri talan, því á næst móti ætla ég að bæta mig í samanlögðu í kraftlyftingum. Er ekki að tala um neitt svakalega mikið. Eina sem ég þarf að gera er að taka hnébeygjur eins og maður. Hér áður fyrr var hnébeygja mín besta grein, hvort sem menn trúa því eður ei. Síðan gerðist eitthvað sem varð til þess að ég nennti ekki að beygja. Þarf að taka 230 kg í beygjum, síðan 190 kg í bekkpressu og enda með 282.5 kg í réttstöðulyftu. Síðan getur maður farið að hugsa um að taka 200 kg og 300 kg. Ef þetta gengur ekki þá ætla ég að kjósa Framsókn í vor. Ég fór nefnilega í Kolaportið í dag og hitt þar fyrir síðasta Framsóknarmanninn. Hann heitir Bjössi og ætlar að kjósa Framsókn fram í rauðan dauðann.

2 Comments:

Blogger Fjölnir said...

Gunni, láttu mig vita þegar þú ferð á sloppaæfingu fyrir mótið. Ég skal hjálpa þér eftir fremsta megni að komast í hann og laga svo stílinn á lyftunum.

Sloppurinn er kominn, er það ekki?

p.s. spjallaðu líka aðeins við mig um stálbrókarmál

9:39 AM  
Blogger Gunz said...

Sloppurinn er ekki kominn, en hann hlýtur að koma í vikunni. Ég lofa hrikalegum bætingum í beygjum á þessu ári....

12:28 PM  

Post a Comment

<< Home