Friday, April 27, 2007

Tímamót

Ég kláraði síðasta tímann í sjúkraliðanum á mánudagskvöld og skilaði lokaverkefninu í hjúkrun tveim dögum seinna. Það er alveg einstaklega þægileg tilfinning að þurfa ekki að þvælast oftar upp í Breiðholt, en hins vegar var maður nú ekkert rosalega duglegur að mæta á fyrirlestrana. Síðasti kennslutíminn var hefbundinn, en kennarinn var samt óvenju uppstökk og var greinilega fegin að vera komin í frí. Núna á bara eitt próf eftir og þá er ég orðinn aðstoðarhjúkka. Útskirftin verður í lok mai og þar sem ég tók frí á síðustu önn, vegna Thailandferðar, þá þekki ég ekki neinn úr útskrifarhópnum. Og í lokaáfanganum þekkti ég bara eina manneskju fyri utan kennarann.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það verður nú meiri munurinn fyrir þig að vera laus undan áþján lærdóms- og verkefnaskila.. :-) Húrra fyrir því ! Ekki slæmt að verða aðstoðarhjúkki, er það annað nafn yfir sjúkraliða?
Kv, neminn frá FB.

11:03 AM  
Blogger Gunz said...

Já ég þekkti bara Ölmu! Annars man ég ekki hvar ég heyrði þetta "aðstoðarhjúkku" hugtak fyrst. Eflaust bara rugl í mér.

6:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gamli vinur til hamingju að verða sjúkarliði, velkomin í hópinn.
nú er bara á taka á því WPC og upp með draslið. Ég mæti ef ég get út af vinnu. kveðja spjóti

2:12 AM  
Blogger Gunni said...

Til hamingju með áfangann! Ég held að í Bna og Bretlandi séu sjúkraliðar kallaðir "nurses aid" sem útleggst aftur á hinni fáguðu íslensku, aðstoðarmaður/kona hjúkrunarfræðings, eða aðstoðarhjúkki á þægilegri íslensku.

9:12 AM  
Blogger yanmaneee said...

lebron shoes
cheap jordans
kyrie 6 shoes
yeezy boost
kyrie 6
curry 6 shoes
kobe sneakers
air yeezy
retro jordans
hermes birkin

9:53 AM  

Post a Comment

<< Home