Monday, April 23, 2007

Korter fyrir II

Ef ég kýs ekki Íhaldið mitt mun ég án efa kjósa Framsókn. Hinn eina og sanna íslenska flokk, sem var svo farsæll á síðustu öld. Þá þurfti hann ekki endilega að fá eins mörg atkvæði, því kjördæmakerfið var þannig hannað að fylgið út á landi vóg þyngra en fylgið í þéttbýli. (og gerir reyndar ennþá) Vegna þessa varð Framsókn lengi vel valdamesti flokkur landsins með frekar lítið atkvæðamagn á bak við sig. Framsókn hefur líka verið lengi í uppáhaldi hjá bloggaranum, því þegar hann var ungur maður var Steingrímur Hermannsson formaður flokksins mjög vinsæll og skemmtilegur leiðtogi. Hann keyrði um á Blaizer og átti einbýlishús á Arnarnesinu. Stórveldið SÍS sem var innvígt og innmúrað inn í Framsókn og heillaði mann líka, því við strákarnir kölluðum SíS alltaf mafíuna, enda stóðu þeir upp í hárinu á Kolkrabbaveldi íhaldsins með miklum glæsibrag. Ég var einmitt að vinna í unglingavinnunni á Kirkjusandi og var stoltur af þessu mikla veldi sem ég starfaði fyrir, með þá Erlend Einarsson og Guðjón B. Ólafsson í forustu.Í dag er SÍS veldið hrunið til grunna, en Framsókn berst fyrir lífi sínu, því flokkurinn virðist bara tapa á stjórnarsamstarfinu við Íhaldið meðan þeir halda alltaf sínu. Er þetta nú sanngjarnt? Ættu ekki báðir flokkarnir að hagnast á farsælu stjórnarsamstarfi í meira en áratug? Tökum sem dæmi Írakstríðið. Allir vita að foringjarnir tveir sem tengdu okkur við þessi stríðsátök voru bara að gera þetta í góðri trú, því ameríski herinn var búinn að boða brottför af Miðnesheiði og því urðum við að styðja okkar stóra bróður í stríðsátökum jafnvel þótt að þau væru vitlaus. Og það voru við Framsóknarmenn einir manna sem viðurkenndu að stuðningur okkar við stríðátökin voru vegna þess að við vildum ríghalda í herinn og skapa okkur samningstöðu. Hjálmar Árnason viðukenndi þetta, þegar enginn annar þorði að segja okkur sannleikann. Og hvað um það þótt að við hefðum ekki verið ein af þessum bandalagsþjóðum, þá hefði það ekki breytt neinu um mannfallið í stríðinu, því við sendum þangað engann hermann osf. Að vísu hafa um milljón manna legið í valnum í hildarleiknum, en afhverju er verið að kenna okkur Framóknarmönnum um það. Styðjum áfram stærsta lýðræðisríki heims í báráttunni fyrir friði. Verum fyrstir þjóða til að styðja okkar menn í fyrirhuguðu stríði gegn Íran. Það gengur örugglega betur næst.
XB.IS

0 Comments:

Post a Comment

<< Home