Tuesday, May 01, 2007

Korter fyrir III (X-S)

Jæja, hvað á maður að kjósa? Fyrst ætlaði ég að kjósa íhaldið mitt, en fór svo að hugsa um grænu karlana í Framsókn, en núna er maður að hugsa heim og kjósa minn gamla flokk Samfylkinguna, Minn flokk segi ég, því ég er skráður félagi í þeim merka flokki. Skráði mig í hann um árið til að styðja nokkra góða í prófkjöri, m.a Mörð Árnason, Ingibjörgu Sólrúnu, skákvin minn Össur og Guðrúnu Ögmundssdóttir. Það var eins gott að Guðrún sé hætt, því ef hún væri í framboði þá myndi ég strika hana út, vegna klíkuskaparins í Jónínumálinu. Ég bakka ekkert með það að ég tel að með því að veita þessari stúlku ríkisborgararrétt eftir aðeins 15. mánuði sé Íslandsmet. Bendið mér á eitt sambærilegt dæmi og ég mun éta svörtu stúndenthúfuna mína. Ef nefndarmenn í allsherjarnefnd hafa fallið í þá gryfju að vorkenna einum umsækjanda vegna skerts ferðafrelsis, þá er það bara brandari. Allir útlendingar sem hingað koma frá þriðja heiminum búa við skert ferðafrelsi. Svona er því miður heimurinn og við öll höfum þurft að kyngja því að búa við þessa múra. Þessi stúlka hefði bara þurft að fara í biðröðina eins og þúsundir annara sem hérna dvelja. Hún og fjölskylda ráðherrans þurfa að beygja sig undir m.a Schengensamninginn, en sá samnigur býður þó upp á að fólk frá þriðja heiminum geti ferðast innan svæðisins að vild, en reyndar ekki til Bretlands.

Gott og vel! Guðrún Ögmundsdóttir er hætt og ég get kosið Samfó með góðri samvisku. Ég er í raun vinstri kommi að upplagi, eða í versta falli vinsti krati eins og Ögmundur Jónasson, en hef alltaf verið þeirrar skoðunar að vinstri menn eigi allir að vera í einum stórum vinstri flokki. Þess vegna studdi ég samfylkingu vinsti manna í upphafi og bakka ekki með það. Þoldi heldur aldrei þessa vinstri Grænu í upphafi. Skallagrímur Sigfússon og Hjörleifur Guttormsson ákváðu að kljúfa sig úr á síðustu stundu og skemmmdu allt plottið. Og aumast af öllu var sá feluleikur að breiða yfir kommastimpilinn og þykjast vera grænir, en ekki rauðir. Það var ég líka alltaf að segja Stebba komma félaga mínum að við Kúbúkommar ættum að vera í samfylkingu vinstri mann og seinna gera byltingu innan frá, en ekki að kljúfa okkur frá með sveitapakkinu og kvótakarlinum Skallagrími frá Þistilfirði.

Svo hef ég líka alltaf haldið svo mikið upp á Jón Baldvin eftir að hann lenti í götuslagsmálunum hérna um árið. Flestir kraftlyftingamenn elska hann eftir að molarnir björguðu karlinum þegar einhver durgur ætlaði að berja Jón fyrir utan Gaukinn fyrir meira en áratug. Jón tók víst hraustlega á móti, en þáverandi heimsmeistari í kraftlyftingum og nokkrir aðrir björguðu honum og Jón bauð þeim svo öllum á Vestugötuna í mikla gleði fram eftir nóttu, þar sem Bryndís frænka eldaði ofaní liðið. Enginn virðist lengur þora að steðfesta að þessir atburðir hafi í raun gerst og bera við minnisleysi eins og í Jónínumálinu, en margir unnendur kraftasports dýrkuðu Jón eftir þennan atburð og gera enn. Hins vegar þurfti Jón að hverfa frá sameiningu vinstri manna í áratug í einhver sendiráð. Flótti Jóns á sínum tíma voru svik og ég vissi um harða Alþýðuflokksmenn sem ætluðu að færa honum skít í poka fyrir þennan gjörning, enda var Jón afburðarmaður og átti að leiða okkur Samfylkingamenn til sigurs á sínum tíma. Núna stendur karlinn á hliðarlínunni og gerir okkur mikið gagn eða hitt og heldur með þessu daðri sínu við Íslandshreyfinguna og svo framvegis, en hann hætti auðvitað við á síðustu stundu og sagðist vera jafnaðarmaður og gæti ekkert annað. Upphlaup hans í Silfri Egils reglulega er auðvitað góð fyrir samstöðu okkar samfylkingamanna, svona út á við.

Svo eru auðvitað fullt af alvöru kommum sem eru í framvarðasveitinni, m.a vinur minn Össur fyrrum allaballi, Ingibjörg eðalkommi og rauðsokka, Mörður og svo auðvitað Margrét Frímannsdóttir. Við vorum stórir fyrir nokkrum árum og verðum stórir, enda eigum við að vera með rúmlega 30% fylgi. Merkustu hagfræðingar þjóðarinnar segja að við séum með bestu efnahagsstefnu sem í boði er, enda fengum við fyrrum seðlabankastjóra Jón Sigurðsson aftur í stjórnmálin. Ég er að meina Ísfirðinginn Jón Sigurðsson, en ekki þann græna og spillta úr Bólstarhlíðinni, en sá Jón er núna að ganga frá Framsóknarflokknum dauðum með "kjörþokka" sínum, því Framsóknar Jón græni lýtur út eins og róni á tveggja mánaða túr og getur því varla bjargað mínum gamla flokki frá hruni.


Ingibjörg Sólrún var stórstjarna í R-listasamstarfinu fyrir nokkrum árum, en eftir að hún fór í landsmálin féll stjarna hennar um hríð, m.a vegna eineltis pólitískra andstæðinga og Morgunblaðsins, en núna er stjarna hennar byrjuð að skína aftur. Jón Baldvin er kominn heim til okkar í Samfó og vinur minn og Ingibjargar Sólrúnar, Össur Skarphéðinsson er í fantaformi og við eigum klárlega eftir að vinna stórsigur í kosningunum eftir hálfan mánuð. Ég held að kjósendur til vinstri eigi ekki eftir að kjósa gerfikomma og Skallagrím, en þeir kommar fóru að mælast með risafylgi í nokkrar vikur. Kjósendur munu á endanum sjá í gegnum þá gerfirauðu og munu á endanum sameinast okkur í Samfylkingunni.

XS.is.


0 Comments:

Post a Comment

<< Home