Friday, May 18, 2007

Korter eftir

Maður er mjög glaður í dag, því að mín kona Ingibjörg Sólrún kemst sennilega að kjötkötlunum. Að sjálfsögðu vildi maður sjá vinstri stjórn, en það var meira að segja vitleysingi eins og mér ljóst strax fyrstu dagana eftir kosningar að Framsóknarflokkarnir tveir, Framsókn og Vinstri Rauðir gátu ekki unnið saman. Svo fóru úrslit kosninganna þannig að stjórnin hélt velli og kaffibandalagið varð úr sögunni. Geir Haarde hafði því öll spil á hendinni og gat því myndað stjórn með hverjum sem var. Hins vegar hefði verið möguleiki á vinstri stjórn ef Skallagrímur og Framsóknarmenn hefðu verið aðeins klókari, en ég var að hlusta á gáfaðasta mann Íslands Jón Baldvin í útvarpinu áðan og hann var að bera saman atburði ársins 1995 og 2007, en árið 1995 var Jón Baldvin og Alþýðuflokkurinn í nákvæmlega sömu stöðu og Framsókn er í dag. Íhaldið byrjaði að tala við Framsókn á bak við gamla Alþýðuflokkinn eftir þær kosningar, en það nákvæmlega sama gerðist núna. Jón Baldvin veit núna að það var Björn Bjarnason sem ræddi við Guðmund Bjarnason á meðan Íhaldið hélt uppi fölskum viðræðum við Alþýðuflokkinn. Við vitum ekki núna hvaða leikrit var í gangi árið 2007, en við vitum hvaða refskák var spiluð fyrir rúmlega áratug. En ég styð þessa nýju stjórn heilshugar, því það er lífsnauðsynlegt fyrir Imbu mína að komast að kjötkötlunum eins og áður sagði, en vinstri stjórn er þó ennþá fræðilegur möguleiki.

Við megum ekki heldur gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn í dag er ekki sami flokkurinn og var fyrir nokkrum mánuðum. Valdaskipti hafa farið fram í flokknum og mun hófsamri og betri menn hafa tekið við flokkseigendafélaginu. Guðlaugur Þór felldi Björn Bjarnason af stalli. Davíð hætti á miðju kjörtímabili og hinn hófsami Geir tók við. Kjartan Gunnarsson frændi var látinn hætta sem framkvæmdarstjóri og Vilhjálmur Vilhjálmsson felldi Gísla Martein sem oddvita í borginni. Það er semsagt búið að þurrka út gömlu Davíðklíkuna úr öllum æðstu embættum flokksins. Gömlu Baugshatursmennirnir hinir innvígðu og innmúruðu eru núna bara minni spámenn hjá Íhaldinu. Styrmir ritstjóri er ennþá ritstjóri Moggans, en hann var einn af upphafsmönnum Baugsmálsins. Sumir af gömlu Davíðsklíkunni voru hreinlega froðufellandi á hliðarlínunni meðan Baugsmálið gekk sem hæst, m.a Björn Bjarnason sem tjáði sig í viðtölum, bloggi og blaðagreinum á mjög hlutdrægan hátt um Baugsmenn. Davíðsarmurinn allur stóð sig mjög vel í ófrægingarherferð sinni gegn auðmönnum eins og Jóni Ólafsyni og Baugsfeðgum. Þetta var hin sovéska aðferð sem var að ryðja sér til rúms, en sem betur fer er þessi tími nú á enda og gamli Sjálfstæðisflokkur þeirra Gunnar Thoroddsen, Ólafs Thors og Jóns Þorlákssonar er að koma aftur til baka. Það er þessi flokkur sem klofningsmenn frá Íhaldinu hafa iðulega verið að tala um, m.a Albert Guðmundsson og Sverrir Hermannson, sem báðir þurftu að kljúfa sig úr flokknum vegna ofríkis flokksforustunnar.

En hvað er eiginlega að gerast? Mér var fyrst verulega brugðið þegar ég sá auglýsingu Jóhannesar í Bónus gegn Birni Bjarnasyni. Mér fannst hún pínulítið ósmekkleg og í öðru lagi var ég verulega undrandi þegar hann hvatti menn til að kjósa Íhaldið og stroka í leiðinni út Björn Bjarnason, vegna árása hans á Baugs-fjölskylduna og vegna fyrirhugaðrar ráðningu Jón Snorrasonar í embætti ríkissaksóknara. En ég sem hélt Jóhannes væri Samfylkingarmaður! En síðan rann það upp fyrir mér að Davíðsarmurinn hafði í árásum sínum á Baugsfjölskylduna hamrað á tengslum Ingibjargar Sólrúnar og auðmannanna. Ég var sjálfur farinn að trúa lyginni í þeim að þeir væru allir orðnir félagar í Samfó. En núna skil ég plottið hjá Baugsveldinu. Þeir eru flestir á leið í flokkinn aftur vegna valdaskiptanna. Hreinn Loftsson og Baugsmenn gáfu út auka DV fyrir kosningar þar sem ný Viðreisnarstjórn er draumastjórn þeirra. Allir gömlu Baugsandstæðingarnir í þungavigtinni eru horfnir á braut. Aðeins átti eftir að leggja Björn Bjarnason, En þá væri bara eftir Styrmir Gunnarsson og nokkrir ungir blaðasnápar, sem sjálfkrafa myndu þagna. Allt tal um hina vondu Ingibjörgu, Borgarnesræðu, auðmenn Baugs osf mun heyra fortíðinni til. Sögulegar sættir eru í nánd. Það er þess vegna sem ég styð þessa stjórn, vegna þess að ég er Samfylkingamaður og stuðningsmaður Baugsveldisins.

Þá er spurningin hvort ég eigi að vera að blogga á Moggavefnum hans Styrmis. Morgunblaðið sem hefur verið í stanslausum árásum á Ingibjörgu Sólrúnu, Samfylkinguna, Hæstarétt og Baug. Morgunblaðið sem flestir héldu að væri orðin alvöru fjölmiðill eftir að flokksblöðin lognuðust út af, hefur farið hamförum hin síðari ár gegn fyrrnefndum aðilum. Gjörsamlega óskiljanlegt að þetta einelti fékk að viðgangast í nútíma samfélagi. Björn Bjarnason er sennilega síðasti móhíkaninn i þessum leik og vonandi er þetta einræðistímabil á enda. En ég er samt hálfsmeykur við Moggann ennþá. Ég prófað að færa bloggið mitt þangað í tilraunaskyni, en vildi ekki hætta hjá blogger.com, heldur bara sjá hvernig þetta kæmi út hjá mér. Morgunblaðsbloggið er reyndar mjög þægilegt, en ég er ekki ennþá búinn að ákveða mig hvar ég ætla að blogga áfram. Því hef ég síðustu daga gert copy/paste af öllum skrifum, en vil samt minna á skoðunarkönnun sem ég setti upp um daginn. Hvar á ég að blogga í framtíðinni? Gefnir eru upp nokkrir möguleikar, m.a barnasíðan (http://viktoriajohnsen.blogspot.com/) sem hefur verið í mestu uppáhaldi hjá mér síðustu misseri. Endilega segið mér hvaða síða er skást! Skoðunarkönnunin er á tilraunablogginu: http://gunz.blog.is/blog/gunz/

1. http://chess4cubalibre.blogspot.com/
2. http://gunzfreyr.blogspot.com/
3. http://gunnarfreyr.tk/
4. http://viktoriajohnsen.blogspot.com/
5. http://gunz.blog.is/blog/gunz/

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

blessadur gunns thetta er jarlinn her........er staddur i pollandi thar sem fruin er i tannklossun og thad engri sma klossun...rosalegur uppgangur her..og gedveikt ad koma hingad ..bjorinn godur og kellingarnar fallegar....held samt ad sa timi se lidinn ad madur fai dratt uta ad eiga naielon buxur...tvimidur he he he...kv jarlinn

8:14 AM  
Blogger Gunz said...

Blessaður. Já það væri gaman að koma til Póllands einhverntíman, en Spari fór þangað fl. ferð hér um árið og var ekki nógu ánægður. En ég held að þetta sé algert æði að koma þangað. Og Jarlin staðfestir það..kveðja

12:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

eins og ég var að ýja að hér áðan ...dagar ódýrra drátta...eru horfnir þarna niðurfrá... pólland hefur hinsvegar margt að bjóða og ég get bara ekki annað en borið virðingu fyrir þessu fólki eftir að hafa komið þarna...þetta er land á rosa uppleið og fólkið duglegt og almennilegt í alla staði. kv jarlinn

2:31 PM  

Post a Comment

<< Home