Ferðasaga II
Þurfti bara nauðsynlega að komast í frí og vildi auðvitað draga fjölskylduna með mér. Það kom í raun aldrei til greina að ferðast með Heimsferðum aftur eftir Gíbraltarævintýrið svokallaða, en aðstæðurnar höguðu því þannig að ég þurfti að brjóta odd á oflæti mínu og ferðast með þessari ferðaskrifstofu. Varð bara að komast í frí akkúrat fyrstu vikuna í júni. Ekki kom til greina að ferðast á stand-by miðum Icelandair með lítið kríli í svona stutta ferð. Og ekki voru neinar ferðir með Úrval Útsýn, Sólarferðum eða Plúsferðum sem hentuðu. Vildi komast til Spánar beint og þá helst til Mallorca. En á endanum var ákveðið að fara til Krítar með Úrval Útsýn, en guggnaði á því á endanum og kíkti á skrifstofu Heimsferða og pantaði ferð.
En Gíbraltarævintýrið snérist í örstuttu máli um ferð sem við Deng fórum með Halldóri Ólafsyni til Costa del Sól árið 2004. Heimsferðir seldi okkur svo öllum rándýra rútuferð til Gíbraltar og þangað héldum við sæl og glöð, þangað til kom í ljós að Deng var meinaður aðgangur að "landinu". Gíbraltar er nefnilega hluti af breska heimsveldinu og tekur því ekki þátt í Schengensamstarfinu, sem þýddi að Deng mátti ekki fara yfir landamærin. Þetta hefðum við svo sem átt að vita og líka kynlausi farastjóri Heimsferða sem seldi okkur ferðina á 140 evrur. Ég gat að sjálfsögðu ekki skilið Deng eina eftir í spænska landamærabænum og því urðum við tvö að hunskast út úr rútunni og biða hálfan daginn í þessum fúla bæ, meðan hinir skemmtu sér með öpunum á Gíbraltarklettum. Ekki kom til greina hjá Heimsferðum að greiða okkur til baka annan miðann, en ég fór ekki fram á meira en það. Ég ætlaði sko aldrei aftur að skipta við þetta skítafyrirtæki, sem ég hafði margoft verslað við áður.
En ég stóð ekki við það og við fórum í fína ferð með strákinn á Alcudiaströndina. Þetta var mjög fjölskylduvænn staður og virkilega þægilegt að vera þarna. Á hótelinu var kvöldskemmtun á hverju kvöldi og þarna sá ég eina frábæra Rod Stewart eftirhermu, en ég hefði getað svarið að þar væri "orginalinn" sjálfur mættur að skemmta. Siðan var bara slappað af við hótelið, en einnig skroppið í stutta ferð til Palma og einn daginn var splæst í bílaleigubíl. Eyjan er mjög falleg og ég sé mest eftir því að hafa ekki leigt bílinn mun oftar því það er gífurlega margt spennandi að sjá á eyjunni. Við þræddum meðal annars strandbæina á austurströndinni, m.a Calla Millor og Porto Cristo, en ég var einmitt í minni fyrstu ferð á Cala Millor fyrir um 20. árum síðan. Eyddi um tveim tímum að leita að gamla hótelinu sem við vorum á, en fann því miður ekki. Mundi hreinlega ekki hvað það hét, né hvort það var í Cala Millor sjálfri eða Sa Coma. Ekkert skrítið þótt að ég muni ekki hvar hótelið var, því ég var nær alltaf fullur. Í þeirri ferð leigði maður m.a móturhjól og fór á því til Palma, en þangað hjólaði ég m.a tvisvar sinnum og villtist illa í seinna skiptið, enda var vegakerfið mun verra á þeim árum. En núna var ég bara fínn gamall karl á bílaleigubíl og lét móturhjólið eiga sig.
Eins og svo oft áður stóðu Heimsferðir sig vel, þótt að það hefði verið keyrt tvisvar sinnum á flugvélina í fyrra skiptið þegar við vorum á leiðinni út, þá keyrðu einhverjir fraktmenn á flugvélina og skemmdu hana. Það sama gerðist þegar átti að halda heim, en þá keyrðu einhverjir aðrir fraktmenn á þá vél líka og heimferðin tafðist um nokkra klukkutíma vegna þessa, en þeir sem komu frá Íslandi þurftu að bíða í 14. tíma. Í raun er þetta alveg ótrúlegt að tvær vélar skulu hafa verið skemmdar með þessum hætti á innan við viku! Og mjög margir viðskiptavinir fóru einmitt í vikuferð og lentu því í töfum vegna þessa á báðum flugleiðum. En farastjórinn hann Högni var mjög góður, en hann er maður á miðjum aldri sem sinnir sýnu starfi að álúð og er virkilega að þjónusta farþegana. Högni þessi talar bæði spænsku og katalónsku, en á Mallorca er einmitt töluð katalónska, sem þessi aldni fararstjóri lærði í Barcelonu síðasta áratug. Að vera fararstjóri er örugglega ekki auðvelt, en oft eru farastjórar hjá þessum ferðaskrifstofum ungar stúlkur sem tala spænskuna reiprennandi, en hafa hvorki þroska né reynslu til að liðsinna fólki.
Ég komast að því að Gíbraltarferðin situr ennþá þungt í mér og jafnvel þótt að Heimferðir hafi virkilega staðið sig vel ætla ég aldrei aftur að skipta við þá, fyrr en ég fæ einhvern frá fyrirtækinu til að viðurkenna að þeir hafi farið illa með okkur á Costa del Sol.
3 Comments:
Það voru ótrúlega margir sem maður þekkti á Mallorca á sama tíma o við. m.a voru vinnufélagar mínir Síssí sjúkraliði, Þórgerður sálfræðingur og Karólína næturdrotning. Þorgerður og Síssí í sögu vél á leiðinni út og heim, en við vorum ekki á sama hóteli. Svo hitti ég Haffa Plastprent á leiðinni heim en ég ferðaðist með honum hringveginn með Bjarka Geysi svila hans fyrir nokkrum árum. Haffi er mjög hress náungi, sem gaman hefði verið að hitta. Svo voru þarna fleirri m.a félagi okkar Baldvin bekkur var staddur þarna á sama tíma án þess að mig grunaði. Baldvin var m.a fyrsti maðurinn til að taka 250 í bekkpressu. Baldvin lýtur reyndar alltaf glettilega út eins og sjá má. Handleggirnir út um allt......
Á hvaða hóteli varstu ?
Alcudia Pins
Post a Comment
<< Home