Vinjéttur I
Bloggarinn fór í Hveragerði með fjölskylduna í afslöppun og líkaði vel. Það er svo gott fyrir sálina að komast út úr bænum og Ölfusborgir í Hveragerði eru stórkostlega vanmetinn staður. Stutt að halda í allar áttir og golfvellir, fjöll og veiði í næsta nágrenni. Í bókahillu Eflingarbústaðarains voru nokkrar góðar bækur, en sú lang flottasta var VinétturII eftir lífskúnstnerinn Ármann Reynisson.
Eitt kvöldið í fyrra hringir síminn hjá bloggaranum. Bloggarinn tekur símatalið sem hann gerir sjaldnast þegar ókunnug númer eða leyninúmer eru á símanúmerabirtinum. Góðan daginn Bloggari! Ármann Reynisson heiti ég og ég las grein þína um Víkingaskák í vikunni og er fannst þetta fín grein. Mjög áhugavert. Bloggaranum fannst þetta vera frekar dularfullt símtal, þar sem grein hans um Víkingaskákina var síður en svo góð og átti að birtast sem frétt, en ekki sem aðsend grein. Ármann kemur sér nú að efninu og bíður bloggaranum að gerast áskrifandi að Vinjéttusögum sínum. Bloggarinn hlustar nú á Ármann lýsa Vinjéttuforminu og segir bloggaranum frá því að hann sé með fasta og trygga áskrifendur af sögum sínum. Bloggarinn segist því miður ekki hafa nein bókakaup eða áskriftir á stefnuskrá sinni á þessum síðustu og verstu tímum, en við það kveður Ármennið svo hratt að næsti bær við kveðjuna var að skella á bloggarann. Ekki kvöddust þeir því með sömu kurteysi og í upphafi samtalsins. Bloggarinn hafði ekki rekist á Ármann fyrr en hann sá þessa stórmerkilegu bók hans í sumarhúsinu og bókin var því sannkallaður hvalreki fyrir bloggarann á þessum fallegu sumarkvöldum í "sveitinni"
Í sveitinni var Tigerinn í kanínuskónum sínum og í allt í kring um bústaðinn voru hlaupandi kanínur út um allt. Litlu "börnin" Benjamín og Viktoría tóku sig því til og fóru að veiða kanínur og náðu nokkrum stykkjum og komu með þær upp í bústað. Að sjálfsögðu fengu þær að heimsækja okkur og voru mjög gæfar og skemmtilegar. En ekki vildi bloggarinn sjá að hafa þær í sínum húsum, en litlu börnin hlusta ekki á gamlan nöldrandi frænda. Gamli frændi skemmti sér hins vera við að lesa Vinjéttur Ármanns Reynissonar og Hugarfjötur eftir Paulo Coelho. Patrecia og Kiddi Hercúles kíktu svo í heimsókn í öllu kanínufárinu og bloggarinn sýndi þeim stoltur bækurnar sem hann var að lesa. Patrecia sem fædd er í Brasilíu heldur mikið uppá á samlanda sinn Paulo Coelho (en hann skrifaði m.a Alkeimistann) og hún benti bloggaranum á staðreyndir. Coelho þýðir nefnilega kanína á brasilísku/portúgölsku. Í öllu kanínufárinu var ég því að lesa skemmtilega bók eftir Pál Kanínu!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home