Golf
Félagsliðinn ætlar að skella sér á golfmót í dag, en á ekki von á að árangurinn verði sérstakur. Eiginlega á hann ekki vona á neinum árangri, því hann hefur ekki spilað golfhring í mörg ár. En samt skráði hann sig í mótið og ætlar að treysta á æðri máttarvöld og reyna að sleppa því að verða neðstur. Stefni á næstneðsta sætið. Aðalatriðið er að ekki að vinna, heldur að vera með. En þetta máltæki á auðvitað bara við þegar maður hefur ekki æft sig í mörg ár. Í 99% tilvika á maður sjálfsögðu að setja markið hátt, en í dag verð ég stoltur ef ég týni minna en tíu boltum. Adíos.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home