Thursday, August 02, 2007

Haust

Í mínum huga er haustið að byrja strax í ágúst. Stutt er í að skólarnir byrji aftur og myrkrið færist yfir. Annars er það af mér að frétta að þeir tveir bústaðir sem ég var heitastur fyrir var þegar búið að selja öðrum aðila. Báðir voru þessir bústaðir á viðráðanlegu verði, en því miður voru aðrir með nef fyrir flottum eignum og voru fyrr til að bjóða í húsin. Ætli það endi ekki með því að ég fái mér bara hjól eða fellhýsi og setji það niður á lóðinni hjá Dr. Frölich á Þingvöllum. Annars er sumarið búið að vera mjög gott, en kannski er það dapurlegasta það að geta ekki hlaupið um brekkur og tún vegna ellistirðleika. Meiðslin hafa orsakað það að maður hefur ekki getað farið í alvöru fjallgöngu ennþá. En hins vegar hef ég núna meiri áhuga á að horfa á fjallahringinn frekar en að sigrast á fjöllunum. Enda er ég búinn að uppgötva, að maður er víst orðinn gamall.
100_0077 DSC_0923

0 Comments:

Post a Comment

<< Home