Wednesday, September 05, 2007

Sorry

En ég bara nennti ekki að blogga neitt í sumar, enda í anda stjórnmálamannanna sem létu ekki heyra í sér en eru nú komnir á fulla ferð í bullinu. Auk þess hefur maður ekki verið í skapi til að skrifa neitt, þótt margt hafi á dagana drifið. En núna verður maður bara að setja andann upp og bretta upp á ermarnar. Byrjum á byrjuninni. Í Svignaskarði las ég m.a bók Guðmundar Árna núverandi sendiherra, en í bókinni er hann að rifja upp aðförina gegn honum í upphafi tíunda áratugarins. En hvað gerði Guðmundur eiginlega af sér? Ekki meira en þeir fjölmörgu spilltu stjórnmálamenn sem við höfum fylgst með síðustu tíu árin. Og hver gagnrýndi hann og sparkaði undan honum löppunum á sínum tíma? M.a einn af þeim spilltu stjórnmálamönnum sem nú eru flæktir í spillingarmál Grímseyjarferjunar. En hann þarf að sjálfsögðu ekki að segja af sér því að við Sjálfstæðismenn stöndum með okkar fólki. Annars á ég ekki von á því að neinn taki ábyrgð í þessu máli. Það er eins með þetta og margt annað að stjórnmálmennirnir þurfa aldrei að taka ábyrgð á neinu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home