Wednesday, December 12, 2007

Æfingablogg

Hér í Thailandi ætlaði maður að skella sér á æfingu til að halda sér í formi. Það var liðinn hálfur mánuður af ferðinni, þegar maður skellti sér á fimmstjörnu hótelið hér í Loei (Loei Palace Hótel) og vildi borga fyrir æfingu "gay"-gymminu. Starfsmaðurinn í móttöku hótelsins sagði að því miður væri bæði sundlaugin og fitness salurinn lokaður vegna viðgerða og viðhalds og opnaði ekki fyrr en eftir um tíu daga. Að sjálfsögðu var þetta smá áfall í viðburðarleysinu hér í sveitinni, en smá tilhlökkun fór að berast í brjósti mér vegna þess að nú ætlaði hótelið að taka til hendinni og endurnýja "salinn", sem stóða varla undir nafni. 12. nóvember mættum við svo fjölskyldan á æfingu, en þá kom í ljós að sundlaugin og æfingasalurinn voru í nákvæmlega sama ástandi og í fyrra. Erfitt var að sjá hvort eitthvað hafi verið unnið á svæðinu, en helst datt manni í hug að sturtuaðstaðan hefði verið tekin í gegn, en það var ekki að sjá. Við fengum eiginlega enga skýringu á þessari vitleysu, en þetta varð til þess að lítið var æft í ferðinni. Manni hefur svo sem dottið í hug að í Loei, stærsta bænum í sveitinni gæti leynst viðskiptatækifæri og ég gæti orðið frumherji á sviði líkamsræktar á svæðinu. Einhverskonar Bjössi í World-Class hér í Leoi. Held að ég láti bara verða af því næst þegar ég kem hingað. Nenni heldur ekki að vera svo mikið í Wangsaphung (bænum mínum), heldur finnst mér miklu skemmtilegra að vera í Leoi, sem er mun stærri bær og starfsemi af þessu tagi myndi frekar ganga upp.

The Loei Palace hótel

Wangsphung

One night in Bangkok

0 Comments:

Post a Comment

<< Home