Wednesday, December 12, 2007

Eyjvi

Ég hef hins vegar ákveðið að styðja EKKI landsliðsþjálfarann minn hann Eyjva (Eyjólf Sverrisson) áfram í starfi sínu sem landsliðsþjálfara. En reyndar er ég ekki svo hrifinn af því að reka hann, vegna þess að við gleymum því alltaf að við erum bara dvergríki í samfélagi þjóðanna. Samt höfum við látið landsliðsþjálfarana fara einn af öðrum, menn eins og Atli Eðvaldsson, Loga Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson svo nokkur dæmi séu tekin. Samt náðu þessir karlar mun betri árangri en Eyjvi. Tvö töp fyrir "stórliði" Letta. Tap og jafntefli við stórþjóðina Liechtenstein. Niðurlægðir af Svíum, Dönum og Spánverjum. Þessi árangur er óásættanlegur. Ég hafði strax í upphafi miklar efasemdir um að ráða landsliðþjálfara sem hafði aldrei þjálfað alvöru lið áður. Jú, hann hafði þjálfað ungmennalið Íslands með góðum árangri, en sennilega var hann ekki kominn með reynslu sem hann hefði seinna fengið og það er ekkert sem segir að Eyjólfur eigi ekki seinna eftir að verða hörku þjálfari, en núna stendur hann of nærri þeim leikmönnum sem hann var að þjálfa í tíma. Hann lék nú með mörgum af þessum strákum í landsliðinu á sínum tíma. Ég er nefnilega skíthræddur um að 14-2 metið fræga sé í hættu. Ísland leikur síðasta leikinn við Dani, sennilega á Parken, þar sem við gætum tapað stór. Það eru fjórir þjálfarar sem koma til greina í stöðuna að mínu mati (fyrir utan mig sjálfan). Í fyrsta lagi er það Óli Jó fyrrum þjálfari FH. Í Öðru lagi er það Willum Þór hinn sigursæli þjálfari Valsmanna. Í þriðja lagi er það Gaui Þórðar, sem náði bestum árangri sem Ísland hefur náð fyrr og síðar og að lokum er það óska þjálfarinn að mínu mati. Það er maður sem hefur þjálfað smærri landslið um allan heim og gert þau öll að stórum liðum. Hollendingurinn Guus Hiddink þjálfaði m.a S-Kóreu, Ástralíu og Rússa og hann væri örugglega til í að taka að sér enn eitt smáliðið fyrir góðan pening. Núna ættu nýríku peningamennirnir að taka upp veskið. Gaf ekki Róbert Wessman milljarð í einhvern háskóla í Reykjavík. Getum við ekki skikkað Bjarna Ármanns til að gefa c.a einn milljarð til knattspyrnulandliðsins (karla) af Rei peningunum okkar. Hann lagði nú hálfan milljarð í Rei, sem síðan varð einn og hálfur milljarður, sem síðar mun verða um tíu milljarðar, samkvæmt mati sérfræðingana. Þetta er frábær hugmynd að Bjarni Ármanns verði skikkaður til að verða Róman Abramovich Íslands.

Það eru bara þrír menn sem hafa vit á knattspyrnu á Íslandi. Það er Willum Þór, Guðjón Þórðarsson og ÉG. En að gefnu tilefni vil ég taka það fram að ég er ekki að taka við Íslenska landsliðnu. Ég hef bara ekki áhuga á því, meðan að efniviðurinn er ekki betra en þetta. Landsiðið í dag er bara Eiður Smári léttfeiti og tíu vélmenni. En hins vega skal ég hugsa málið ef Bjarni okkar Ármannsson réttir mér feita ávísun upp á milljarð yfir borðið og biður mig um að taka við landsliðinu. Ég er í ágætis vinnu og hef ekki tíma til að ferðast um einhver dvergríki með brjálaða fótboltamenn í eftirdragi. Ég veit alveg hvernig þeir haga sér á íslenskum hótelum, en ég segi ekki meira, enda má ég það ekki. Áfram Ísland!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home