Saturday, October 13, 2007

Gamli góði

Gamli góði Villi er bara orðinn gamli Villi sagði Alvar (karlinn sem hringir daglega í útvarp sögu). Gamli góði Villi er bara Spillti tryllti Villi, las ég síðan einhverju blaðinu. Hvað um það þá man ég ekki í fljótu bragði eftir annað eins fjölmiðlafári lengi. Man t.d einhver hvers vegna Þórólfur Árnason fyrrum borgarstjóri þurfti að segja af sér. Man t.d einhver hvers vegna Guðmundur Árni þurfti að segja af sér? Af hverju þurfa sumir að taka pokann sinn, en aðrir geta bara varpað ábyrgð sinni yfir á aðra. Reyndar hef ég nú ákveðið að styðja borgafulltrúann Björn Inga áfram. Í fyrsta lagi virðist hann hafa haldið fullkomni ró sinni, þrátt fyrir nokkur mistök. Hann vill t.d ekki selja þetta REI strax á brunaútsölu til auðmanna eins og íhaldið. Þá fyrst verður hneykslið svipað og þegar bankarnir okkar voru seldir nokkrum vildarvinum á sínum tíma. Hvers vegna voru ekki á þeim tíma pólitíkusar eins og Svandís Svarvarsdóttir að góla hástöfum. Þá værum við eflaust með gamla góða Landsbankann & Búnaðarbankann. Núna höfum við bara gamla Kaupþing.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home