Carpe Diem!
Það var góður dagur í Perlunni í gær, því þá var heljarinnar hátíð í tilefni alþjóða geðheilbrigðisdagsins. Glæsileg dagskrá þar sem frú Vigdís Finnbogadóttir sat á fremsta bekk og kvikmyndajöfurinn Þráinn Bertelsson var veislustjóri. Þá um morguninn hafði ég lesið athyglisverða grein í Fréttablaðinu, þar sem Þráinn afhjúpaði menningarmafíu Íslands á síðustu öld, en hún samanstóð af þeim Hrafni Gunnlaugs, Baldri Hermanns, Davíð Oddsyni og Rúnari Gunnarssyni. Þetta var flott grein hjá karlinum og var ég bara nokkuð hróðugur að var bendlaður við íslensku mafíuna. Það skildi þó aldrei vera að þessi sama mafía hafi afhent honum listamannalaunin á sínum tíma, en karlinn er klárlega einna bestur kvikmyndagerðamanna í landi voru.
Ég fór nokkuð snemma í Perluna, vegna þess að ég vildi sjá tælenska dansflokkinn á sviðinu, en Valgeir Guðjónsson kynnir tilkynnti að þessi dansflokkur hefði aldrei átt að dansa þarna og um einhvern misskilning hafi verið að ræða. Ég heyrði þetta ekki svo glöggt, en við Sigurður Rúnar urðum fyrir miklum vonbrigðum með að missa af góðum dansi.
Svo var sest að taflborðinu, í sjálfu geðverndarmótinu. Svo heppilega vildi til að flestir bestu skákmenn þjóðarinnar eru staddir hjá vinum okkar Tyrkjum í Evrópumóti taflfélaga. Keppendur voru samt um fjörtíu talsins og meðal keppenda var m.a Davíð Kjartansson einn besti hraðskákmaður landsins auk nokkra annarra víkinga. Það var því ekkert annað að gera en að bretta upp á ermarnar og tefla til sigurs og það ótrúlega gerðist svefnlausi næturvaktadraugurinn náði að leggja alla andstæðinga sína að velli. M.a Davíð fyrrnefndan, Stefán Bergsson, Jónas Spari og skákdrottninguna Guðfríði Lilju. Nánar á:
0 Comments:
Post a Comment
<< Home