Saturday, October 13, 2007

Víkingaklúbburinn

Í kvöld mætir Víkingaklúbburinn til leiks í fyrstu umferð á Íslandsmóti skákfélaga. Á leikskrá klúbbsins eru um þrettán víkingar og munum við hefja leik í fjórðu deild. Þótt liðið sé ágætlega skipað, þá eru liðin í fjórðu deild þrjátíu og eitt talsins og mörg þessara liða eiga sennilega vel heima í annarri deild, en þá deild þekki ég mjög vel. Fyrirliði Víkingasveitarinnar verða Þorgeir Einarsson og Gunnar Fr. Rúnarsson, en Víkingasveitin sameinaðist hraustri sveit Gottorms Tudda, en það lið hafði staðið sig með prýði í fjórðu deild í síðustu keppni. Fyrsta borðsmaðurinn þeirra er nú fluttur til Bahama, en verður með okkur, ef hann hefur tök á. Þegar tvö orkufyrirtæki sameinast þá verður til nýtt sterkt afl. Fyrirliði Gottorms Tudda er Þorgeir Einarsson bréfskákmeistari og verður hann annar af tveim liðstjórum sveitarinnar. Með Þorgeiri komu svo fjórir vaskir víkingar og samstarf klúbbana á vonandi eftir að verða farsælt, en við munum setjast niður fljótlega til að ganga frá samstarfinu og sameiningunni. Víkingameistarinn er því miður ekki alveg með söguna á hreinu, en hann vann m.a fyrstu deildina með NV liði TR, sennilega árið 1982, en þá tefldi hann eina skák á áttunda borði og fékk gullverðlaun í mótslok. Einnig tók hann sennilega þátt í vinna 3 & 2 deildina með Helli á sínum tíma, en því miður man ég þetta ekki svo glatt. En eitt er víst að ég hef ekki ennþá unnið fjórðu deildina og aldrei stjórnað liði áður í keppni. Þetta verðu rosalega gaman og ekkert verður gefið eftir. Ritstjóri skak.is spáir okkur 6. sæti, en að sjálfsögðu erum við ekki sammála honum og munum gera allt sem í okkar valdi stendur að reka þessa spá ofaní hann, en spáin er að sjálfsögðu til gamans gerð. Sjálfur ætla ég að spá fyrir um röðina á Íslandmótinu, en það er kannski ekki við hæfi að maður sé að spá um gengi eigin liðs. En hvað um það áfram VÍKINGAR.

1.deild

1.TR

2. Fjölnir

3. Hellir

2. deild

1. Bolungarvík

2. Kátu biskuparnir

3. T.A

3. deild

1. KR

2. Hellir-c

3.Dalvík

4. deild

1. Víkingaklúbburinn

2. Bolungarvík-b

3.Fjölnir-b

DSCF0048

0 Comments:

Post a Comment

<< Home