Fréttir
Eins og aðdáendum Mastersins hafa tekið eftir þá hefur bloggið ekki verið í neinum forgangi þessa daganna. Ein ástæða þess er tæknilegs eðlis, því 1 GB myndkortið mitt hefur laskast eitthvað og tæplega 300 myndir hafa sennilega eyðilagst, m.a myndirnar úr nýjustu Thailandsför. Sem betur fer var ég nú með litlu Kodakvélina meðferðis, þannig að einhverjar myndir eiga samt eftir að detta inn á næstu dögum eftir að tæknimálin hafa verið leyst.
Eftir að ég kom heim hefur vinnugeðveikin tekið við, en ekki bara til að borga ferðina, sem var svona í meðal lagi dýr, heldur féllu hlutabréfin okkar í FL Group mikið síðustu dagana fyrir jól. Deng hafði einmitt verið að mjálma um það í sumar að selja nú bréfin, en þá voru þau einmitt í miklum toppi. Ég hélt nú ekki og sagði henni þá skoðun mína að bréfin ættu enn eftir að hækka vegna þess að Hannes Smárason væri alger snillingur og í öðru lagi væri meiriháttar gaman að eiga hlut í fyrirtækinu sem maður vinnur hjá. Ætli ég bæti henni þetta ekki upp og kaupi af henni bréfin á genginu 30. Hef ennþá mikla trú á því að fyrirtækið eigi eftir að rísa upp úr öskustónni undir dyggri forustu Baugsfjölskyldunnar.
Fyrir nokkrum dögum var þriðja kraftlyftingasambandið stofnað og mun það heita Kraftlyftingafélagið Metal og mun það keppa undir merkjum WPF alþjóðasambandsins í Kraftlyftingum. Fyrir var hið gamalgróna Kraftlyftingasambands Íslands og WPC sambandið sem stofnað var árið 2005. Hið nýja samband ætlar að rífa kraftlyftingarnar upp úr þeirri lægð, sem þeir vilja meina að sportið hafi lent í hin síðustu misseri og munu þeir halda vegleg mót á hinu nýja ári og mun fyrsta mót þeirra verða Meistaramóti ÍFK Metal í bekkpressu 19 janúar 2008…..GLEYMIÐ EKKI ÞEIM DEGI! Masterinn óskar hinu nýja félagi góðs gengis á hinu nýja ári og hlakkar til að horfa á fullt af skemmtilegum mótum á næstu misserum. Hver veit nema hann eigi eftir að hætta við að hætta við að hætta í þessu sporti.
Já, Masterinn ætlar að boða "comeback" sitt í sportinu á hinu nýja ári. Hann er nú orðinn heill heilsu eftir skelfileg meiðsli sem hrjáðu hann síðasta sumar. Þegar hann hafði loks jafnað sig síðasta haust, þá þurfti hann endilega að skella sér hinum megin á hnöttinn til að huga að sveitasetri sínu og þar hóf hann æfingar í hinu afleita "gay-gymmi". Endurkoma Mastersins mun sennilega verða í réttstöðulyftu, en hann hefur skorað á hinn geysiefnilega Emil Tölvu-Trylli að mæta sér í einvígi á Massamótinu í réttstöðulyftu í Reykjanesbæ í febrúar. Þs ef Masterinn fær að keppa sem gestur. Eftir mótið er ætlunin að skreppa í vöfflur til Jónasar Einkunnarmeistara sem er nýfluttur í bæinn. Einnig vonast Master til að hitta fornvin sinn Stefán Spjóta sem einnig er nýfluttur í þennan blessaða bæ. (Kannski Masterinn ætti að fara að skoða einbýlishúsin þarna). Síðan þegar fer að vora ætlar Masterinn svo að mæta hinum efnilega Tvister í einvígi í bekkpressu, en Tvister ætlar fljótlega að taka tvistinn í bekknum. Já ég held bara að andinn sé að detta aftur yfir karlinn, en Masterinn verður auðvitað að byrja að æfa, ef hann ætlar að eiga séns í Tryllir og Tvister. Svo er það auðvitað Spjótinn. Skora líka á hann í einvígi á nýju ári.
Í vikunni vann deildin mín sigur á Íslandsmóti geðdeildasveita í skák. Síðustu tvö árin höfum við Ágúst Örn verið í fararbroddi fyrir því að vinna þessa keppni, en núna í ár vorum við eiginlega orðnir leiðir á því að vinna alltaf, enda var okkur uppá lagt að gefa fleiri sveitum séns. Þess vegna hafði ég forgöngu um það að sveit 32c sendi sendi sterka sveit á mótið, en í ár hafði mótið sjálft forgöngu, en ekki sigur eigin liðs. Magnús "Kólí" Magnússon tók því við fyrirliðahlutverki í hinni löskuðu Sveit deildar-12. Þegar á hólminn var komið, var deild-12 með jöfnustu sveitina, en þriðji borðsmaður þeirra, var lánsmaðurinn Árni "gamli" úr skákklúbbnum Vin. Einnig sendi deild 36 mjög sterka sveit með þá Erling Þorsteins og Björn Sölva Sigurjónsson í broddi fylkingar, en einungis einn vinningur skildi að þrjár efstu sveitirnar. Deildin mín á ekki lengur skápapláss fyrir fleiri bikara og því vonum við innilega að ný sveit nái að sigra á næsta ári. Engu að síður var þetta mjög skemmtilegt mót og úrslit mótsins má m.a nálgast á Skák.is. Úrslit hér
5 Comments:
http://webcast.chessclub.com/WorldCup07/12_14_07/LarryC_GOTD.html
http://www.visir.is/article/20071022/FRETTIR02/71022047
http://www.56.com/u40/v_MjIxMDgxODE.html
http://hallarut.blog.is/blog/hallarut/entry/540563/#comments
Deildin mín á ekki lengur skápapláss fyrir fleiri bikara og því vonum við innilega að ný sveit nái að sigra á næsta ári. Engu að síður var þetta mjög skemmtilegt mót og úrslit mótsins má m.a nálgast á Skák.is
black and white salwar kameez ,
black white salwar kameez designs ,
Post a Comment
<< Home