Tuesday, September 09, 2008

30 ágúst

Íslandsmótið í réttstöðu

230 kg
255 kg
272. kg náði ekki að lyfta

Ég keppti í 110 kg flokki og vorum við tveir í flokki. Ég slapp við að mæta mínum gömlu félögum. Sigurjón Miðnæturdeddari setti glæsilegt Íslandsmet í 100 kg flokki, þegar hann lyfti 287.5 kg. Bjarki Hriki og Sverrir voru mættir í 125 kg flokkin og náði Sverri að sigra hann eftir snarpa viðureign. Andstæðingur minn hét Bjarki Ívarsson og náði hann að bæta sinn persónulega árangur. Ég náði þó að lyfta meira en hann í dag. Ég reyndi við 272.5 kg og hefði það gefið mér Íslandsmet öldunga hjá Metalsambandinu. Það gekk ekki að þessu sinni.

Sir Magister Cat og Már Óskarsson kepptu m.a í léttari flokkunum. Gaman var að sjá endurkomu þessara gömlu kempna. Magisterinn lyfti 250 kg, en vann sinn flokk nokkuð örugglega.

Ég var að sjálfsögðu mjög ánægður með Íslandsmeistaratitilinn og verðlaunabikarinn, en var auðvitað ekki eins sáttur við árangurinn í kílógrömmum. Það gengur bara betur næst.


Eitt gott mót og eitt lélegt...Það er málið!

Þorvaldur Krisbergsson (Valdi Bolla) sigraði glæsilega í sínum flokk og fékk auk þess stigabikarinn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home